Hin óhjákvæmilega og óstöðvandi hnignun olíualdar.

Olíuöldin er heiti í mannkynssögunni af sama toga og steinöld, bronsöld og járnöld. Uppgötvun bensín- og olíuhreyfla hefur knúið áfram uppsveiflu í orkunotkun heimsins sem á sér enga hliðstæðu í veraldarsögunni hvað snertir hraða og stærð.

Nú er komið að hinni óhjákvæmilegu hnignun og niðursveiflu sem hefði hvort eð er byrjað í lok olíualdarinnar en verður fyrr á ferðinni og verri og hraðari vegna þess að mannkynið hefur bruðlað með orkugjafana og lifað um efni fram af fullkomnu ábyrgðarleysi um framtíð sína og komandi kynslóða.

"Skuldaþak" bandaríska ríkisvaldsins, sem ekki verður hægt að hækka í það óendanlega, er skriftin á veggnum.  Það er komið að skuldadögunum.

Fyrir rúmum aldarfjórðungi gátu Bandaríkjamenn leitað til Sádi-Araba um að stórauka framboð á olíu til þess að slá tvær flugur í einu höggi: Fjármagna vígbúnað, sem myndi knýja fram hernaðaryfirburði í Kalda stríðinu og lækka heimsmarkaðsverð á olíu til þes að kippa fótunum undan olíuútflutningstekjum Sovétríkjanna og fella þau.

Hvort tveggja tókst en að var keypt dýru verði sem nú þarf að súpa seyðið af.

Það er ekki lengur hægt að láta Arabana auka olíuframeiðsluna vegna þess að þeir vita (eru raunar einir um að vita það) hve takmarkaðar olíulindir þeirra eru orðnar og að hér eftir liggur leiðin aðeins í eina átt, niður á við.

Þeir vita að aukin olíuframleiðsla mun aðeins verða eins og að pissa í skó sinn og valda enn hraðari orkuþurrð síðar.

Þegar litið er á línurit, sem sýnir notkun mannkynsins á jarðefnaeldsneyti, þýtur línan, sem sýnir hana upp á blað,i eins og eldflaug miðað við orkunotkunina´aldirnar og árþúsundin á undan.

Þessi svakalega uppsveifla hefur tekið aðeins um eina öld og línan á eftir að stefna jafn bratt niður á 21. öldinni.

Miðað við lengd steinaldar, bronsaldar og járnaldar, verður olíuöldin eins og ógnarlangt strá sem þýtur upp og fellur síðan "...eins og blómstrið eina."


mbl.is Hamfarir á hlutabréfamörkuðum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Góð færsla og nákvæmlega það sem er að gerast að einu viðbættu það er þriðja heimsstríðöldinn sem kemur í kjölfarið!

Sigurður Haraldsson, 4.8.2011 kl. 22:14

2 Smámynd: Frjálshyggjufélagið

Bandaríkjamenn þurfa ekki að leita langt eftir orkugjöfum. Á þeirra eigin landsvæði er að finna þvílíkt ógrynni af gasi að það er engu lagi líkt.

Olíuöldin er kannski á fallandi fæti, en gasöldin er rétt að byrja!

(Vatnsaflsöldin er sennilega ennþá fjarri sökum mikillar andstöðu við plássfrekju vatnsaflsvirkjana og raunar taka vindmyllur og sólarpanelar gríðarlegt pláss líka, fyrir utan að vera gríðarlega óarðbærar fjárfestingar.)

Frjálshyggjufélagið, 5.8.2011 kl. 07:46

3 identicon

það verður nú fróðlegt að fylgjast með því í frammhaldi á olíuhækkunum hvernig Evr+opa ætlar að fara að núna þegar þjóðverjar eru að taka öll 17 kjarnorkuver sín úr notkunn innan 10 ára! þeirmunu ekki getað virkjað eina sprænu í viðbót þar svo þá eru það kol og olía, nema þeir ættli að kaupa straum af Frökkum bara?? Svo eru það Spánverjar og Italir sem líka ættla að loka þessu hjá sér en þar er víst hægt að vikkja e h pínulítið í viðbót. Tækfæri fyrir okkur að leggja streng til þeirra og með allt annað og hærra verð en til álverana ;o)

óli (IP-tala skráð) 5.8.2011 kl. 08:08

4 identicon

Það er bara dropi í hafið, svo mikil verður vöntunin.

Svo er sá hængur á, að þá megum við alls ekki vera í ESB, því þá yrðum við að greiða svipað verð og þeir.

Hængur...eða hrygna ;)

Jón Logi (IP-tala skráð) 5.8.2011 kl. 10:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband