Besta leiðin, flesta fólkið ?

Ég er ekki í neinum vafa um það eftir Gleðigönguna í dag að fleira fólk var saman komið til að vera viðstatt einn atburð en ég man eftir fyrr.

Ekki þarf að fara í grafgötur með það að það var til bóta að fara hina nýju leið.

Í fyrsta lagi var mun rýmra um gönguna og vagnana en fyrr og því bæði hægt að bæta í herlegheitin og auka öryggi áhorfenda.

Mestu sýndist mér þó muna um mun meira rými fyrir áhorfendur. Frábært var að sjá allan mannfjöldann á gatnamótunu við Njarðargötu þar sem fólk var uppi á göngubrúnni og út um allt.

Enn frekara rými og raunar lang mesta áhorfendarýmið bættist þó við með Menntaskólatúninu, sem var þakið fólki.

Ofan á allt var síðan líkast til besta veður, sem Gleðigangan hefur fengið.

Aldeilis dásamleg hátíð þetta. 


mbl.is Þúsundir í gleðigöngunni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þetta var hin besta skemmtun í dag.  Hins vegar má brýna fyrir hundaeigendum að koma ekki með hundanna sína á svona samkomu.  Annars vegar er það óheimilt samkvæmt reglugerð og hins vegar tók ég eftir því að nokkrir hundar áttu erfitt með að þola allt áreitið og hræddu fólk og börn sem stóð þarna hjá.

H.T. Bjarnason (IP-tala skráð) 6.8.2011 kl. 22:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband