8.8.2011 | 00:35
Hreystilega mælt.
Ekki verður ekki af Hugo Chaves skafið, að hann hefur borið sig vel í baráttunni við erfiðan sjúkdóm.
Einn Íslendingur mælti þó eftirminnilegri orð þegar ég hitti hann eftir að hann hafði misst hárið vegna geislameðferðar í baráttu við krabbamein.
Svo hittist á að ég var á tali við æskuvin minn Gunnar V. Andrésson ljósmyndara á samkomu einni, en við erum báðir sköllóttir svo af ber.
Við heilsumst oft með því að fara langleiðina í að skalla hvor annan og segja: Nú skulum við þverskallast, gamli vinur.
Í því bili ber þar að Jóhannes í Bónusi, sem búinn var að missa allt hárið vegna geislameðferðar í baráttu við krabbamein.
Jóhannes heilsaði okkur að bragði og sagði: "Má ég ekki líka þverskallast með ykkur í þetta sinn. En það verður varla oftar því að munurinn á mér og ykkur er sá að ég á eftir að fá hárið aftur en ekki þið!"
Allir viðstaddir skelltu upp úr en eftirminnilegast var þetta fyrir það hve hreystilega og karlmannlega þetta var mælt hjá Jóhannesi, svo að aðdáunarvert var.
![]() |
Chavez búinn að missa hárið |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.