8.8.2011 | 09:37
Minnir á veginn undir Skútabjörgum.
Vegurinn sem Elís Kjaran lagði á einstakan hátt eftir ströndinni milli Dýrafjarðar og Arnarfjarðar um Svalvoga, Lokinhamra, Hrafnabjörg og undir Skútabjörg, minnir á einum stað á slóðina meðfram Blautulónum.
Þetta er kaflinn undir Skútabjörgum. Á fjöru er ekið um grýtta, mjóa fjöru undir björgunum, en á flóði liggur leiðin í sjónum, sem nær alveg upp í björgin.
Eins og við Blautulón virðist þetta vera einfalt mál fyrir kunnuga, þ. e. að halda sig eins nærri björgunum og unnt er. En atvikið við Blautulón sýnir að út af getur brugðið.
Við Arnarfjörðinn er það sennilega ekkert grín að lenda utar en æskilegt er, því að fjörðurinn er meira en 200 metra djúpur.
Ég hef einu sinni orðið að aka fyrir Skútabjörg á flóði og Þorfinnni syni mínum, sem var með mér, var hreint ekki sama. Hugsanlega ógleymanlegasta bílferð hans.
Set hér inn loftmynd frá í gær, þar sem sést grilla í rútuna ofan í Blautulónum eins og ljósan flekk.
Ofan við hana er mynd af eystra Blautalóninu og liggur vegurinn alveg upp við bakka hlíðarinnar.
Neðri myndin sýnir merkingu á bakkanum og hvíta veifu utar sem er merki um það hvar rútan er.
Hún er hins vegar eins og daufur ljós flekkur vinstra megin við veifuna og sést af myndinni hve djúpt er niður á hana.
Til að sjá þetta betur má smella tvisvar á myndina og stækka hana.
P. S. Varð skyndilega að fara út úr borginni í dag og kom ekki til baka úr leiðangrinum fyrr en seint í kvöld. Þess vegna eru þessar myndir svona seinar á ferðinni. Biðst afsökunar á því.
Fólki kynntar hættur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Hvar er myndin?
Jón Logi (IP-tala skráð) 8.8.2011 kl. 10:13
Var að velta fyrir mér mengun, sem óhjákvæmilega fylgir bílum og ekki síst stórum bílum. En er algengt að farið sé á svona stórum bílum þarna upp að Blautulónum?
Þorkell Guðbrandsson (IP-tala skráð) 8.8.2011 kl. 10:43
Hvar er myndinn ????
Erling Valur (IP-tala skráð) 8.8.2011 kl. 11:46
Fyrirgefið þið. Ég þurfti að fara út úr bænum í dag og kom ekki heim fyrr en seint í kvöld.
Nú er bara að biðjast afsökunar á þessu og skella myndinni inn, þótt seint sé.
Ómar Ragnarsson, 8.8.2011 kl. 23:55
Vil bæta því við að Morgunblaðið fékk þessa mynd í gærkvöldi og ég vissi ekki fyrr en nú að hún hefði ekki verið notuð. Annars hefði verið hægt að sjá hana í blaðinu í dag.
Ómar Ragnarsson, 8.8.2011 kl. 23:57
Flott mynd. Og ansi hefur rútan farið djúpt.
Þetta er vatnsbakki, en ef ekkert væri vatnið þá héti þetta hengiflugsbrún sem fáir þyrðu að aka ;)
Jón Logi (IP-tala skráð) 9.8.2011 kl. 07:51
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.