9.8.2011 | 09:45
Lífsháskinn gerður að féþúfu.
Löngunin til lífs, sjálf lífsbaráttan, er nauðsynlegasta eðlishvöt mannsins og forsendan fyrir tilveru og viðhaldi mannkynsins og hverrar dýrategundar.
Í nútíma þjóðfélagi verndunar sem getur orðið að firringu vex löngun margra til að upplifa það að þurfa að berjast fyrir því að lifa af, eða "survival".
Ég hef áður lýst því fyrirbæri að vaxandi fjöldi ferðamanna, sem kemur til landsins, vilji leigja sér Lada Niva jeppa (sem hét raunar Lada sport á Íslandi, einu landa).
Ýmist er þetta vel stætt fólk, sem kom á námsárum sínum til landsins og hafði ekki efni á að leigja sér dýra jeppa til ferða um hálendið, eða fólk, sem vill gera það að hluta af því að "lifa af" á hálendinu með því að vera á sem ódýrustum farkosti.
Eykur bara á "ævintýrið" ef hann bilar hæfilega mikið, svo að þetta verði raunverulegt "survival"-ævintýri.
Sú ferðamennska nýtur nú vaxandi vinsælda, þar sem fólk fær að sjá þær aðstæður sem fyrri kynslóðir bjuggu við og urðu að glíma við til að berjast fyrir lífinu. Ekki verra að fá að glíma við það sjálfur.
Á þessu virðist meðal annars byggjast útgerð stóra gula trukksins, sem nú er á botni Blautlóna, en greinilegt er að þar hefur verið farið offari algerlega að óþörfu eins og þau gögn, sem nú liggja fyrir, bera vitni um.
Lífsháskinn og lífsbaráttan í okkar erfiða landi getur að sönnu verið tekjulind fyrir ferðamennsku og brýning fyrir okkur sjálf ef rétt er að farið.
En ekki má líðast að koma óorði á slíka ferðamennsku með því að gera sér lífsháskann að féþúfu á ósvífinn hátt, sem skapar algerlega óþarfa lífshættu.
Lenti í árekstri á hálendinu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Samála Ómar þetta er með öllu ó líðandi.
Sigurður Haraldsson, 9.8.2011 kl. 18:48
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.