16.8.2011 | 12:04
Hvernig þarf stjórnmálalandslagið að breytast?
Lögfræðingur lögfræðistofunnar Logos, sem hefur milligöngu um erlendar fjárfestingar á Íslandi, segir að "stjórnmálalandslagið" hér á landi hafi ekki boðið upp á erlendar fjárfestingar alþjjóðlegra banka að undanförnu.
Þá vaknar spurningin hvernig stjórnmálalandslagið þarf að breytast til þess að alþjóðlegir bankar vilji fjárfesta hér, en í frétt um þetta á mbl.is er sagt að þeir sýni mikinn áhuga á því upp á síðkastið.
Er hægt að draga þá ályktun af þessu að hér sé á penan hátt verið að setja fram vilyrði til Íslendinga um að þeir fái lán ef þeir breyti stjórnmálalandslaginu hér?
Síðasta árið sem lánsfé streymdi til landsins var 2006 og entist það ástand fram á mitt ár 2007.
Á þeim tíma var stjórnmálalandslagið þannig að Sjálfstæðisflokkur og Framsóknarflokkur höfðu farið með stjórn landsins í 12 ár.
Ber að skilja það sem kemur fram í fréttinni sem svo að Íslendingar geti aftur fengið aðgang að lánsfé ef stjórnmálalandslagið breytist í það horf sem var til 2007, sem sé að Sjálfstæðisflokkur og Framsóknarflokkur fari hér með örugg völd ?
Sé svo er ljóst að hið alþjóðlega auðræði vill fá að ráða því hverjir séu við stjórnvölinn á Íslandi og lofar gulli og grænum skógum ef við Íslendingar makka rétt.
Hafa mikinn áhuga á að lána til Íslands | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Ætli það megi ekki segja að vænlegra til árangurs væri ef við byggjum við stjórnvöld sem ekki skelltu skollaeyrum við öllu sem snýr að okkar augljósustu hlutfallslegu yfirburðum?
Þeir snúast um að við erum fámenn þjóð í stóru landi sem býr yfir miklum umhverfisvænum, mestmegnis endurnýjanlegum orkuauðlindum.
Raunar gengur þetta enn lengra en að skollaeyrum sé skellt við, því steinar eru beinlínis lagðir í götu slíkra framkvæmda á ýmsum stigum stjórnsýslunnar; skipulagsstigi, ráðherra vílar ekki fyrir sér að brjóta lög fyrir málstaðinn o.s.frv.
Eyjólfur (IP-tala skráð) 16.8.2011 kl. 13:03
Ómar minn, förum ekki eins og köttur kringum heitan graut! Það er verið að segja að VG þurfi að fara frá og og kljúfa þurfi upp samfylkinguna. Það vill þjóðin líka. Fyrr má nú rota en dauðrota! Hér ríkir nú öfugt ástand m.v. 2007, þ.e. alger STÖÐNUN. Verðtryggingin (arðránið) sér samt til þess að verðbólga ríkir í stöðnun!!! Óbermið Jógríma sér til þess.
Næstum hvert barn sér að koma þarft hagkerfinu í gang hið snarasta. Innviðir þess (heimilin) eru að falla. Landspítalinn örmagna, o.s.frv. Jafnvel Kaninn þurfti að grípa til þess ráðs að afskrifa skuldir heimila. Þá er nú mikið sagt. En þeir sáu sitt óvænna. Jógríma er hins vegar siðblind.
Hrúturinn (IP-tala skráð) 16.8.2011 kl. 13:17
Náhirðin vaktar greinilega allar greinar, sem fjalla um þessi efni, það sér maður á viðbrögðunum. Venjulegu fólki fer hinsvegar þannig, að um það fer hrollur við að lesa það sem Ómar er að benda á í umsögn lögmannanna, en í því samhengi er fróðlegt ef menn kynna sér hverjir eru eigendur þessarar umræddu stofu, skoða verkefni þeirra frá stofnun þeirra og hverjum þeir tengjast með einum eða öðrum hætti. Það stjórnmálalandslag, sem lögmennirnir telja að erlendir fjárfestar séu að óska eftir hér á landi, er einfaldlega það gjörspillta stjórnmálalíf, sem var hér fram til ársins 2007 og var smíðað af framsóknar- og sjálfstæðismönnum til þess að hinir ríku mættu verða enn ríkari og auðlindum Íslands yrði ráðstafað með þeim hætti, að almenningur hér á landi hefði af þeim sem minnstan hag. Haltu ótrauður áfram þinni góðu baráttu, Ómar, í þágu landsins sjálfs og framtíðarlífsmöguleika almennings.
Sauðarhaus (IP-tala skráð) 16.8.2011 kl. 13:40
Koma þeir nafnlausu fram eins og hendi væri veifað og tala um siðblindu!
Ekki er til meiri siðblinda en sú að þora ekki að skrifa undir nafni
Torfi Kristján Stefánsson, 16.8.2011 kl. 13:48
Það má kalla þig siðblindan Kristján Torfi að koma fram undir nafni í þeim eina tilgangi að vinna gegn almenningu og skíta yfir sanleikanum sem fram kemur í tveimur eftstu hugasemdunum.
Lárus Jónsson (IP-tala skráð) 16.8.2011 kl. 14:57
Það er greinilegt að "Sauðarhaus" þekkir ekki til ástandsins í pólitíkinni í dag.
Eggert Guðmundsson, 16.8.2011 kl. 15:04
Hrúturinn harmar það að hér skuli ríkja "öfugt ástand við það sem ríkti 2007, þ. e. STÖÐNUN".
Hrúturinn vill greinlega að við förum í sama farið og í aðdraganda Hrunsins 2007. Það er fróðlegt.
Ómar Ragnarsson, 16.8.2011 kl. 18:39
Það sem Hrúturinn er að segja hér að framan er að VG standa gegn öllum fjárfestingaverkefnum. Það sér hvert mannsbarn. Engu máli virðist skipa af hvaða toga nýframkvæmdir eða ný fjárfestingaverkefni eru alltaf skal eitthvað fundið því til foráttu og oft það helst að einkaframtakið sé að koma að málum. SF sýndi það vel í stjórn með Sjálfstæðisflokknum 2007-2009 að flokkur svaf á verðinum og nákvæmlega ekkert gerðist til að draga úr fyrirsjáanlegu höggi, né heldur til þess að gera einhverjar breytingar á því sem áður hafði viðgengist. Greinilegt að flokkurinn vildi bara í ríkisstjórn til þess að komast þangað en ekki til að koma sem ferskur vindur inn í stjórnmálin. Síðan frá febr. 2009 hefur sá flokkur engar lausnir haft í neinum málum og það að "vinna hratt" í málum hefur fengið algjörlega nýja merkingu, en hraði SF á málum minnir mig ávallt á hraða snigilsins. Núverandi stjórnarflokkar bera á því meginsök að hér varð "neikvæður" hagvöxtur upp á 3,5% á árinu 2010, árinu sem þessir sömu flokkar stefndu að því að ná hagvexti í 2%. Ástæðan: Ráðaleysi í öllum málum, andstaða við atvinnuuppbyggingu, fjárfestingatækifæri með erlendu fjármagni ekki nýtt, og síðast en ekki síst alveg arfavitlaus skattastefna sem veldur því að fjárlagahalli er hér meiri en annars hefði þurft að vera. Þetta stjórnmálalandslag þarf að breytast.
Jón Óskarsson, 16.8.2011 kl. 20:07
Þetta er nýjasta og frumlegasta skýringin á Hruninu: SF kom í veg fyrir að Sjálfstæðisflokkurinn gæti stjórnað vel og rösklega 2007-2008!
Hafði Sjálfstæðisflokkurinn þó bæði stjórnarforystu og stjórn fjármála og Seðlabanka í sínum höndum.
Nú þarf bara að bæta við þetta að á árunum 1995-2007 hafi Framsóknarflokkurinn komið í veg fyrir að Sjálfstæðisflokkurinn gæti notið sín við landsstjórnina!
Ómar Ragnarsson, 16.8.2011 kl. 20:48
Frumlegustu skýringarnar á því hvernig ríkisstjórn (Íslands) vinnur komu fljótlega eftir hrun og svo aftur þegar ákæra átti fyrir Landsdóm. Þó ríkisstjórn sé skipuð 10-12 ráðherrum sem sitja vikulega ríkisstjórnarfundi þá er eins og að 7-9 ráðherrar séu bara ekkert með og hafi ekki hugmynd um, neinar skoðanir, né möguleika til að hafa áhrif á gang mála.
Björgvin G. Sigurðsson vissi ekkert af því að "hann var ekki látinn vita" eða "ekki boðaður á fund". Þessi maður var t.d. ráðherra bankamála og þar með æðsti yfirmaður Fjármálaeftirlitsins. Ingibjörg Sólrún var ekki með af því að hún var "bara" utanríkisráðherra. Jóhanna Sigurðardóttir var ekki með af því að hún var "bara" félagsmálaráðherra og jafnvel þó að Íbúðalánasjóður heyrði undir hennar ráðuneyti þá komu efnahagsmálin henni ekki við .....
Svo voru náttúrulega þáverandi iðnarráðherra, þáverandi umhverfisráðherra, þáverandi samgöngumálaráðherra (með sitt landsmet í framkvæmdum) og svo ráðherrar Sjálfstæðisflokksins, sem skipuðu ráðuneyti heilbrigðismála, menntamála, dómsmálaráðherra og sjávarútvegs/landbúnaðarráðherra, sennilega ekkert með í ríkisstjórninni sem sat frá 24.maí 2007 til 1.febr. 2009. Nánast allir sem einn sögðu eins og í Litlu gulu hænunni, "ekki ég, ekki ég".
Mér hefur dottið í hug nöfn eins og "svefnstjórnin" eða eitthvað álíka um þessa ríkisstjórn sem þarna átti að starfa en svaf. Og þetta nafn var ég komin með í kollinn löngu fyrir hrun og þar af leiðandi löngu áður en að núverandi utanríkisráðherra sýndi það hvað menn gera á fundum, sbr. fræga mynd úr öryggisráði SÞ :-)
Jón Óskarsson, 16.8.2011 kl. 21:22
Ómar, þú mistúlkar fyrra blogg mitt. Kannski stangaði hrúturinn of fast á auman (V)G-blett hjá þér. "Fyrr má nú rota en dauðrota" merkir einfaldlega að það að fara úr ofþenslu yfir í margra ára stöðnun gengur af hagkerfinu dauðu. Jafnvægi er lykilorðið. Jón Óskarsson skilur þetta amk. alveg.
Hrúturinn (IP-tala skráð) 16.8.2011 kl. 21:27
Hvers vegna öll þessi feimnismál þegar kemur að nýsköpun í atvinnu? Ég játa að hafa ekki aflað mér nægra upplýsinga en tel mig þó vita að hér hafi skapast - ekki bara tugir heldur hundruð nýrra starfa í nýsköpunarverkefnum af hinum ólíkasta toga.
Mér finnst lítið vera gert úr þessu í fréttum og hlýt að spyrja: Hvers vegna?
Hvenær sem minnst er á ný atvinnutækifæri hefjast öskrin á virkjanir hér og þar og orkufrekan iðnað.
Árni Gunnarsson, 16.8.2011 kl. 21:31
Ég skil ekki alveg lögmannastofuna. Það er ekkert mál að fjárfesta á Íslandi.
Seðlabankinn er meira að segja að bjóða erlendum fjárfestum að koma með evrur á genginu 210 á meðan að Íslendingur getur aðeins fengið tæpar 165 krónur.
Hvað vilja þessir menn meira?
Stefán Júlíusson (IP-tala skráð) 17.8.2011 kl. 21:57
Það var eitt sinn (ca 2007) gefið út af greiningardeild eins bankans (Kaupþing ef ég man rétt) að tekist hafi að hefta eðlilega nýsköpun með vaxtastefnu bankanna. Þá fyrst hætti mér að líta á blikuna, því að eg var tengdur í nýsköpunarverkefni sem átti að vera útflutningsgrein og atvinnuskapandi, - enda var hún slegin af.
Hávaxtastefna til lengri tíma er stórhættuleg, og verðtryggingin gerir okkur enn viðkvæmari. Það er í raun hægt að gera allan rekstur og allat greiðslur óbærilegar með nógu miklum vöxtum.
Bendi hér á hlekk sem útskýrir mjög skilmerkilega "vöxt".
http://www.youtube.com/watch?v=F-QA2rkpBSY
Exponential function......
Jón Logi (IP-tala skráð) 18.8.2011 kl. 10:55
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.