Sjálfsblekkingin, mesta hættuspil einstaklinga og mannkyns.

Sjálfsblekkingarhæfileiki mannsins er hættulegasti eiginleiki hans. Tökum nokkur dæmi.

Áfengisfíkillinn er sannfærður um það að hann sé "hófdrykkjumaður." Þangað til allt hrynur.

Anorexíusjúklingurinn sér ekkert athugavert við vöxt sinn. 

Heldur ekki offitusjúklingurinn. 

Kjarnorkuveldin telja kjarnavopnabirgðir sinar tryggingu fyrir því að þau verði aldrei notuð. 

Ráðamenn og þjóðir heims eru sífellt að glíma við vanda morgundagsins og dagsins í dag í stað þess að sjá og glíma við hinn raunverulega stóra vanda, offjölgun og orkubruðl sem endar með orkuþurrð og hruni efnahagslífs heimsins.

Íslendingar trúa því og auglýsa fyrir öllum heiminum að jarðvarmavinnslan í núverandi formi sé "nýting á endurnýjanlegri orku" og "sjálfbær þróun" þótt langt sé frá því að svo sé. 

Meirihluti þjóðar okkar trúði á "íslenska efnahagsundrið" og gróðabóluna, sem síðan sprakk í Hruninu.

"Fjármálasnillingarnir" trúðu því að með bókhaldsbrellum gætu skapast verðmæti úr engu og útskýrðu það siðan, þegar þau reyndust vera engin, að "þau hefðu bara horfið, gufað upp." 

Því var fagnað hér á landi að við værum ríkasta þjóð heims þótt allir mættu sjá að gróðærið var uppblásin sápukúla. 

Því var hampað hér á landi að erlend rannsókn sýndi að hér væri einhver minnsta spilling í heimi þótt meginorsök Hrunsins reyndist vera landlæg spilling svo langt aftur sem elstu menn mundu. 

Matfyrirtæki mátu lánshæfi Íslands í efstu hæðum á sama tíma og hér stefndi óhjákvæmilega í það að allt spryngi í loft upp. 

Oft þjást Íslendingar af minnimáttarkennd sem brýst út í oflæti og hroka. Ef eitthvað bjátar á er oft nærtækasta skýringin að það sé útlendingum að kenna og að allir séu vondir við okkur. Skrifuð var heil bók um "Umsátrið um Ísland." 

Á sínum tíma voru veittar undanþágur frá notkun bílbelta á þeim forsendum að hér væru "séríslenskar aðstæður." 

Aðlögunarhæfni okkar getur verið mikil og orðið okkur til bjargar en þegar hún byggist á sjálfsblekkingu getur hún snúist gegn okkur á afdrifaríkan hátt. 

 

 

 


mbl.is Mér fannst ég aldrei vera feit
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Án þess að vera að hrósa öðrum sjúklingum, þá er trúarsjúklingurinn helsta meinsemd og sjálfsblekking mannkyns.

DoctorE (IP-tala skráð) 18.8.2011 kl. 12:35

2 identicon

Það að trúa einhverju á ófullnægjandi forsendum er einn helsti galli mannsins. Menn geta trúað því að Jesú Kristur hafi gengið á vatni, breytt vatni í vín og risið upp frá dauðum án þess að hafa neinar haldbærar sannanir fyrir því. Fyndið að þeir hinir sömu og trúa því sjái sér fært að tala um sjálfsblekkingu.

Sjonni G (IP-tala skráð) 18.8.2011 kl. 14:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband