Sögur af prófessorum.

Löngum hafa gengið sögur af því hve utan við sig mestu andans menn geta orðið. Hafa prófessorar oft verið nefndir af því tilefni.

Á miðri síðustu öld gengu slikar sögur af einum af prófessorunum i Háskólanum og var ein þeirra alveg sérstaklega fleyg. 

Prófessorinn ætlaði að fara út með barn sitt í barnavagni í góðu veðri á sunnudagsmorgni og fá sér göngutúr í leiðinni. Þetta þurfti undirbúning og fer ekki sögum af honum, en skömmu síðar var prófessorinn kominn af stað með barnavagninn í blíðviðrinu og allt gekk vel til að byrja með. 

Hann gekk fram á slatta af fólki og heilsaði því eða veifaði, stoltur faðirinn. 

En siðan kom að því að fólk sem hann mætti og þekkti vel, gaf sig á tal við hann, afar hrifið af framtaki hins lærða föður. 

Það bað um að fá að sjá barnið en þá kom í ljós að ekkert barn var í vagninum, prófessorinn hafði gleymt því kappklæddu heima ! 

Önnur saga úr Háskólanum hér forðum daga var sú að prófessor ætlaði að fara að kenna í tíma og skundaði til kennslustofu.  Hann opnaði dyrnar, leit inn í tóma stofuna og sagði stundarhátt: "Afsakið, ég vissi ekki að það væri enginn hérna!" 

Sjálfur færi ég að kasta úr stóru glerhúsi ef ég hneykslaðist yfir svona löguðu. Ég var kallaður prófessorinn sem strákur vegna legu minnar yfir bókum og því sem ég kalla "smáhlutagleymsku". 


mbl.is Áfallið er mest fyrir foreldrana
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Góður að venju.

Var reyndar sjálfur kallaður prófessorinn, - stundum utan við mig, lá í bókum, og rúllaði upp námi....ef ég nennti.

Dolítið annað en ég fæst við í dag....

Jón Logi (IP-tala skráð) 19.8.2011 kl. 12:10

2 identicon

Ég heyrði eitt sinn sögu af evrópskum stærðfræðingi fyrr á öldinni sem var iðulega mjög utan við sig og eyddi flestum dögum í eigin heimi. Hann átti konu og eitthvað af börnum og einn daginn fluttu þau innan borgarinnar þar sem þau bjuggu. Daginn eftir að þau eru kominn með allt sitt hafurtask í nýja húsið fer hann til vinnu í háskólanum sínum og að vinnu lokinni gengur hann að sjálfsögðu aftur heim á gamla staðinn sinn. Þegar hann kemst ekki lengur þar inn man hann að hann var að flytja, en kemur engan vegin fyrir sig hvert hann flutti. Þá sér hann eitthvað barn á vappi fyrir utan lóðina og vindur sér að því og spyr: "Afsakið ungi vinur, veist þú nokkuð hvert fólkið sem bjó hérna er flutt?" Barnið leit þreitulega á hann og svaraði: "komdu pabbi, mamma sendi mig hingað að sækja þig". 

Evklíð (IP-tala skráð) 19.8.2011 kl. 12:49

3 Smámynd: Ásta María H Jensen

Þetta finnst mér vel athugað. Þess vegna er barnauppeldi mikilvægasta starf í heimi. Þau eru framtíð okkar.

Ásta María H Jensen, 19.8.2011 kl. 19:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband