Flókið viðfangsefni.

Á Íslandi munu vegaslóðar vera um 24 þúsund kílómetra langir. Sumri segja talsvert meira. Af því og fjölbreytilega í ferðum um landið leiðir að það viðfangsefni að hafa hemil á utanvegaakstri, sem spillir landi, er afar viðamikið og flókið.

Það hefur verið vitað í meira en tuttugu ár að hlutverk hestsins í smölun hefur farið síminnkandi og ég veit dæmi þess að í smölun á ákveðnum afrétti síðasta haust var aðeins notaður einn hestur, - annars aðeins fjór- og sexhjól. 

Eftir átta ára "flugvallarbúskap" á Brúaröræfum og miklu flugi yfir svæðið þekki ég orðið nokkuð vel til þar.  Þar eru, auk fjór- og sexhjóla, notaðir léttir jöklajeppar með stórum hjólbörðum, sem spora afar lítið ef hleypt er úr þeim, einkum ef mynstrið er fíngert. 

Á Fljótsdalsheiði má sjá ljót för eftir vélknúin tæki, sem hafa verið notuð þar í rigningar- eða leysingatíð. 

Flest þeirra eru þó gömul og gróf niðurstaða mín er sú, að vanir leiðsögumenn, sem hafa farið um þetta svæði í áratugi, fara yfirleitt afar skynsamlega og gætilega að. 

För eftir þá, ef einhver eru, eru yfirleitt horfin í frostlyftingu næsta vors, enda vita þessir menn nákvæmlega hvar slík för hverfa eftir veturinn og hvar ekki, en það er mjög háð aðstæðum. 

Svipað er að segja um vönustu smalamenn víða um land. 

Verstu skemmdir af völdum utanvegaaksturs valda óvanir bílstjórar sem hafa hvorki reynslu né þekkingu til að átta sig á afleiðingum lögbrota sinna. 

Þeir átta sig til dæmis ekki á muninum á því hvort viðkvæmur gróður er í mikilli hæð yfir sjó eða á láglendi eða hvort land er hart eftir langvarandi þurrka eða deigt vegna rigninga eða leysinga. 

Á ferðum um hálendið er víða ljótt að sjá hvernig vélhjólamenn og jeppamenn hafa spólað í hringi utan við slóðir algerlega að þarflausu. Þótt slík för hverfi víða á nokkrum árum er full ástæða til að taka hart á slíku, því að ef slíkt er látið átölulaust spilla svona för út um allt upplifun þeirra þúsunda sem vilja njóta ósnortins lands. 

Mörg ljót för má líka sjá vegna aksturs áður en fært er orðið á vorin, og eru lokanir fjallvega þá virtar að vettugi. Við slíku þarf að stemma stigu. 


mbl.is Mótorhjól auglýst til aksturs utan vega í smölun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það sem ég þekki til um þetta er að fjórhjólin fara furðu vel um. Betur en hestar meir að segja. Mun betur en flestir jeppar, sem geta þó læðst betur um en nokkurt mótorhjól....

Jón Logi (IP-tala skráð) 22.8.2011 kl. 23:19

2 Smámynd: Skúli Víkingsson

Tek undir hvert orð, Ómar. Það er nefnilega í þessu efni eins og í svo mörgum að það er ekki hægt að ná öllu fram með reglum. Sóðar og skemmdarvargar verða trauðla stoppaðir með reglum. Það fer miklu ver með land að fara um það á hesti en fjórhjóli, sé aðgát höfð.  Það má hins vegar ná að skemma miklu meira með vélknúnum farartækjum sé það ætlunin, eins og virðist því miður oft vera raunin.

Skúli Víkingsson, 22.8.2011 kl. 23:20

3 Smámynd: Sigurður Helgason

Gekk á rjúpu í  firra vedur, það var greinilegt að smölun á því svæði fór fram á fjórhjólum, kom við núna í júli, hjólförinn voru þarna enn .

Sigurður Helgason, 23.8.2011 kl. 04:17

4 identicon

Ég verð nú bara að koma því á framfæri að ef "umhverfisverndarsinnar" kynntu sér málin í stað þess að vinda sér beint í upphrópanir í fjölmiðlum þá myndu þeir fagna tilkomu þessarar gerðar af mótorhjólum til notkunar í smölun. Ég veit að þau skemma land í mesta lagi á við gangandi mann sem er auðvitað mun minna en hestar gera. Það er engum til eftirbreytni að vinna eins og gert er um þessar mundir í Umhverfisráðuneytinu þar sem þeirra sannleikur er sá eini rétti, sama hvaða rök aðrir koma með. Slík framkoma minnir mig alltaf á Talibana. Þannig átti til að mynda aldrei að setja í lög að "allur utanvegaakstur" væri bannaður burtséð frá því hvort verið væri að skemma landið. Það væri þá með svipuðum rökum hægt að banna akstur bíla á Íslandi þar sem sumir keyra of hratt.

Það ber vott um skynsemi að kynna sér hlutina áður en vitleysan er borin á torg.

E.S. Bændur eru upp til hópa umhverfisverndarsinnar, en oftast án upphrópana og yfirlýsinga sem verður ekki sagt um suma fræðimenn sem eiga erfitt með að hemja athyglisþörfina.

Högni Elfar Gylfason (IP-tala skráð) 23.8.2011 kl. 15:18

5 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Að slóðir á Íslandi séu um 24.000 km er gríðarlega há tala. Til samanburðar er opinbera þjóðvegakerfið á Íslandi tæplega 13.000 km. Utanvegaslóðir eru að öllum líkindum mjög varfærnislega áætlaðar, víða eru nýjar að myndast, sumar í ógáti, aðrar af hreinu kæruleysi.

Sjálfur beið eg í 6 ár að aka með byggingarefni í spildu, beið eftir hentugum aðstæðum að komast þangað. Svo þegar stundum rann upp þá hafði einhver farið um þessi svæði og tók þannig af mér ómakið, sýnilega í þeim eina tilgangi að aka þarna um án sérstaks tilgangs.

Svona myndast nýjar slóðir.

Mosi  

Guðjón Sigþór Jensson, 23.8.2011 kl. 18:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband