Er það virklega?

Er það virkilega að hægt sé að halda flugeldasýningar einhvers staðar annars staðar en í þéttbýli?

Er það virkilega að íslenskt landslag bjóði upp á upplifun, sem ekki sé hægt að fá þar sem eru mannvirki og sem allra mest af þeim? 

Er það virkilega að gras og gróður sé forsenda fyrir því að njóta náttúrunnar?  Ég fæ ekki betur séð en að á sjónsviði flugeldasýningarinnar við Jökulsárlón sé varla að finna stingandi strá, heldur aðeins grjót, sand, vatn og ís. Getur það verið að nokkur verðmæti séu fólgin í þessu? 


mbl.is Flugeldar lýstu upp Jökulsárlón
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þetta eru verðmætin.  

Stefán Júlíusson (IP-tala skráð) 28.8.2011 kl. 11:19

2 identicon

Hver tínir upp rakettuprikin?

Björn Baldursson (IP-tala skráð) 28.8.2011 kl. 11:43

3 identicon

Liðsmenn Björgunarfélags Hornafjarðar og starfsfólk ferðaþjónustunnar við Jökulsárlón sjá um að hreinsa allt rusl sem fellur til við flugeldasýninguna. Allur ágóði sýningarinnar rennur ennfremur til björgunarfélagsins.

Sigríður Dögg Guðmundsdóttir (IP-tala skráð) 28.8.2011 kl. 15:48

4 identicon

Það eru ekki prik á sýningarflugeldum heldur bara pappi sem brotnar niður fljótt og örugglega.

Ragnar (IP-tala skráð) 28.8.2011 kl. 18:36

5 identicon

Ég er ekki að skilja þessa færslu.

Hefuru farið á þessa flugeldasýningu?

Hefuru kynnt þér hvers vegna hún er haldin?

Arnar Bergur (IP-tala skráð) 28.8.2011 kl. 23:31

6 identicon

Arnar Bergur....

hehe... spurning um að þú kynnir þér hugtakið "Kaldhæðni" .. ;)

lesa örlítið á milli línanna, og þá ættir þú að kveikja á þessari færslu hjá Ómari ;)

Olli (IP-tala skráð) 29.8.2011 kl. 00:20

7 identicon

það er sára lítið af öðru en púður sem fer upp og það litla af pappa sem fer upp brennur áður en það lendir það rusl sem fellur til er niðri við skot hólkanna og er tekið um leið og þeir

kv óli ath ég hef töluverða reynslu af svona sýnigum sem og réttindi

ólafur jón jónsson (IP-tala skráð) 29.8.2011 kl. 21:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband