29.8.2011 | 22:21
Sumt er verra en morð.
Pyndingar og hótanir um líflát geta verið svo illskeyttar að þær eru í raun verra en morð. Langvarandi kvalir fórnarlamba illmenna geta orðið svo svakalegar að illvirkin taka morði fram.
Þegar svo er komið að fórnarlambið óskar sér þess frekar að vera drepið en að þola kvalirnar áfram er illvirkinn kominn lengra í illsku sinni en þótt hann væri morðingi.
Þetta þarf að hafa í huga þegar fengist er við mál af þessu tagi.
Bjóst ekki við að lifa af | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Algjörlega sammála, og sorglegt til þess að vita að það sé ekki hægt að sporna við þessum rustum sem eru að hasla sér völl hér með ofbeldi og látum.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 29.8.2011 kl. 23:02
Dómur í þessu máli hlýtur að taka mið af alvarleika málsins. 16 ár í fangelsi er lágmark.
Sævar Helgason, 29.8.2011 kl. 23:08
Já þetta minnir mig auðvitað á hornstein íslands, biblíu; Samkvæmt henni þá verð ég, já og 99% af öllum íslendingum pyntaðir til eilífðar fyrir það að játast ekki undir meintan foringja.
Hvað segið þið um það ha
:)
DoctorE (IP-tala skráð) 30.8.2011 kl. 10:30
Ein mest lesna fréttin á mbl, en af einhverjum ástæðum lítið bloggað um.
hilmar jónsson, 30.8.2011 kl. 11:33
Hilmar getur verið að fólk sé hrætt við að tjá sig um þessi mál. Lögregla og yfir völd virðast hafa gefist upp á að uppræta þessa glæpahunda. Að þetta skuli vera að gerast á Íslandi er sannarlega hrollvekja.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 30.8.2011 kl. 12:10
Ekki ólíklegt Ásthildur. Þetta er vissulega hrollvekjandi og ástæða til þess að fram fari víðtæk umræða í þjóðfélaginu um hvert stefnir..
hilmar jónsson, 30.8.2011 kl. 12:38
Svo sannarlega þarf að fara í saumana á þessu. Ekki viljum við ofan á allt annað lifa í einhversskonar ótta við mótórhjólaglæpagengi sem svífast enskis. Nóg var nú fyrir samt.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 30.8.2011 kl. 13:05
Þetta eru innanbúðarerjur á meðal ómenntaðra "úttrásarvíkinga"
DoctorE (IP-tala skráð) 30.8.2011 kl. 13:53
Í svona málum og nauðgunar málum hafa dómstólar með fáránlega vægum dómum "misþyrmt og nauðgað" fórnarlömbunum aftur.
Axel Jóhann Hallgrímsson, 30.8.2011 kl. 15:42
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.