Óróinn óx líka í kvöld.

Það er búið að skjálfa meira í Kötlu nú síðsumars en venjulega og í kvöld óx órói á óróamælinum í Álftagróf og fór hærra en hann hefur verið undanfarið. Er reyndar að lækka eitthvað aftur.

Komið hafa skjálftar um og yfir tvö stig að undanförnu. 

Síðasta Kötlugos varð að hausti. Þá er jökullinn léttastur eftir bráðnun sumarsins, en ekki er vitað hvort eða hve mikið það hefur áhrif á skjálfta og óróa. 


mbl.is Jarðskjálfti í Mýrdalsjökli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Sæll ég hef ekki séð Kötlu gjósa núna en samt sem áður getur hún vel gert það og ef af verður mun það leiða til enn stærri atburða inn á öræfum eins og ég hef sagt frá hér oft áður.

Sigurður Haraldsson, 2.9.2011 kl. 02:19

2 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Ómar. Ég var að velta veðrabrigðunum fyrir mér í dag, og mér finnst þau vera óeðlileg? Óvenju hlýtt miðað við árstíð, og þetta logn sem ég tengi alltaf við hitann í jörðinni, einhverra hluta vegna?

Við eigum að vera viðbúin því versta, því allir vita hvað það getur þýtt, ef sú gamla fer að ýfa sig. Veit samt ekkert um þetta, og er enginn fræðingur, og hef ekkert vit á þessu öllu. Undirbúum okkur alla vega sem best undir hið versta, án þess að örvænta og lifa í ótta.

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 2.9.2011 kl. 18:41

3 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Ég hef raunar að vera velta fyrir mér áberandi mun á norðaustanáttunum nú eða fyrir nokkrum áratugum.

Hvað eftir annað kemur hér norðaustan- eða jafnvel norðanátt með hlýindum, en þetta gerðist ekki svona oft og lengi hér áður fyrr, - þá voru þessar vindáttir kaldari. 

Ómar Ragnarsson, 3.9.2011 kl. 00:08

4 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Já og á veturna hér fyrir norðan koma nú seinni ár oft norðan rigningar sem þekktust ekki í mínu ungdæmi.

Sigurður Haraldsson, 4.9.2011 kl. 03:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband