9.9.2011 | 21:34
"Séð með eigin augum".
Berlusconi segist hafa "séð með eigin augum" hve mikið Gaddafi hafi verið elskaður af þjóð sinni. Varla hefur hann verið á frjálsri ferð um Líbíu þegar hann sá þetta heldur í stjórnaðri heimsókn.
Svona hefur heyrst áður.
Tugir Íslendinga, sem var boðið til Sovétríkjanna sálugu á tímum Stalíns,eða til annarra kommúnistaríkja, jafnvel í margar ferðir, komu stórhrifnir heim til Íslands og sögðust "hafa séð með eigin augum" hve heitt Stalín væri elskaður af öllum og hvílík dýrðarríki hann og leppar hans í öðrum kommúnistaríkjum hefðu stofnað.
Halldór Laxness nefndi þetta "Gerska ævintýrið".
Síðar leiðréttu hann og fleiri þetta og sögðust hafa verið blekktir . Aðrir viðurkenndu aldrei neitt.
Þegar Káranhnjúkavirkjun var í smíðum hitti ég fjölda fólks, sem sagðist hafa farið um virkjanasvæðið og "séð með eigin augum" að landið, sem átti að sökkva væri bara einskisverð urð og grjót.
Samt hafði enginn séð Hjalladal með sínum 40 ferkílómetrum af gróskumiklu og þykka gróðurlendi, heldur aðeins bláenda dalsins við stífluna, þar sem lítill gróður var.
Nú síðast fyrir rúmri viku sagðist viðmælandi í útvarpsþættinum "Vikulokunum" hafa farið að stíflunni til að sjá hvernig "grjótið" hefði farið undir vatn. Sú staðreynd að afar góðu beitarlandi fyrir fé var sökkt, sem bændur fengu bætur fyrir, hefur alveg drukknað í síbyljunni um "urð og grjót" sem sökkt sé á hálendinu.
Heldur hefur engi skipt þótt fyrir liggi ótvíræðar heimildir um þetta gróðurlendi, "grjót og urð" skal það vera.
Eftir að ég flaug með Geir Haarde þáverandi forsætisráðherra yfir Hjalladal og Hálsinn, hina 15 kílómetra löngu, grænu og bogadregnu Fljótshlíð íslenska hálendisin, og fjölmiðlamaður spurði hann hvað hann hefði séð, sagði hann. "Þarna var einhver gróður en mest melar og sandar".
Þetta var þveröfugt. Hálslón er 57 ferkílómetrar og landið sem sökkt var undir það skiptist svona: 40 ferkílómetrar gróður, - 17 ferkílómetrar ógróið land.
Berlusconi: Gaddafi elskaður af þjóðinni | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Við skulum sjá til hvað tímin leiðir í ljós í sambandi við Líbíu. það er annsi mikið að koma í ljós nú þegar sem þolir vart dagsljósið í vestrænum fjölmiðlum.
el-Toro, 9.9.2011 kl. 22:56
Það var nefnilega það, Geir Haarde sá aðeins það sem hann vildi sjá.
Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 9.9.2011 kl. 23:30
Geir Haarde er peðið sem sjálfstæðisflokkurin varð að velja til að fórna einhverju til að sefa reiði þjóðarinnar. fáránlegt.
af hverju er ekki rætt um hlutverk Davíðs Oddsonar og Halldórs Ásgrímssonar. þó það væri nú aðeins rætt um sölu bankanna. bera þessir menn sem æðstu menn þjóðarinnar á þessum tíma enga ábyrgð á því fáránlega regluverki sem var til staðar. ég meina, áttu þeir ekki að sjá til þess að ákveðið regluverk væri til staðar "áður" en bankarnir voru seldir.
en what a hell...kannski er ég bara barnalegur að vera að spá í slíku...???
el-Toro, 10.9.2011 kl. 00:25
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.