Hækkuðu þeir eða fitnuðu?

Í frétt á mbl.is sem þessi stutti pistill er tengdur við, segir að "aukning hafi verið á erlendum ferðamönnum á Vestfjörðum í sumar."

Ekki er sagt hvernig aukning hafi orðið á ferðamönnum, hvort þeir hafi fitnað eða hækkað eða eitthvað annnað. 

Orðið "aukning" er ein af þessum að því er virðist óviðráðanlegu tískuorðum hjá fjölmiðlum í nafnorðasýki þeirra og yfirleitt leiðir notkun orðsins til óþarfa málalenginga og rökleysu. 

Ferðamönnum fjölgaði einfaldlega á Vestfjörðum. 

"Ferðamönnum fjölgaði" er er meira en tvöfalt styttri setning en"aukning hefur verið á ferðamönnum". 

Bráðum verður hætt að segja: "Þau eignuðust fleiri börn" heldur frekar "Það varð aukning á barnafjöldanum hjá þeim." 

Vestfirðir hafa margsinnis áður orðið fyrir barðinu á nafnorðasýkinni.  Tvö dæmi: 

"Það hefrur orðið neikvæð fólksfjöldaþróun á Vestfjörðum." 

Les: Fólki hefur fækkað á Vestfjörðum. 

"Það hefur orðið aukning á minnkun tekna fólks á Vestfjörðum."  

Les: Tekjur Vestfirðinga hafa minnkað.

 


mbl.is Fleiri sækja Vestfirði heim
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það verður slæmt fyrir ferðamannaiðnaðinn í Eyjafyrði,og lífríkið í fyrðinum, ef áform um að stækka aflþynnuverksmiðjuna við Krossanes, um helming, verður að veruleika.

Ekki meiri mengun við Eyjafjörð, eitt mengunarslys frá þessari verksmiðju er meira en nóg,og enga meiri mengun við Eyjafjörð,því ferðamenn sem koma eru að leita að ómengaðri náttúru, og skemptiferða skipum sem þangað hafa komið, gæti fækkað mikið, ef farið verður að menga fjörðinn meira en orðið er.

Jón Sig. (IP-tala skráð) 9.9.2011 kl. 22:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband