Það sem hryðjuverkamenn stefna að.

Lýðræði, öryggi og mannréttindi á Vesturlöndum eru líklega það sem hryðjuverkamenn okkar tíma hatast mest við og vilja helst brjóta niður. 

Því meiri ótta og frelsisskerðingu, sem þeir geta skapað, því betra fyrir þá. 

Þess vegna eiga vel við orð Roosevelts um að óttinn sjálfur sé það eina sem við eigum að óttast og skerðing á mannréttindum, sem atburðirnir 11. september hefur leitt af sér, eins og Ólafur Sigurðsson bendir á, sé það sem okkur eigi að vera efst í huga að berjast gegn þegar við minnumst þess að áratugur er liðinn frá þessum skelfilegu og minnisverðu atburðum. 

Horfði í nótt á mynd um þá, sem var sýnd á slæmum tíma, en ég lét mig hafa það, bara til þess að reyna að setja mig í spor þeirra, sem voru í eldlínunni fyrir tíu árum.

 


mbl.is Slæm áhrif á mannréttindi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson

Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 11.9.2011 kl. 14:39

2 Smámynd: Ásgrímur Hartmannsson

Og þeirra er sigurinn.  10 ár af honum núna.

Ásgrímur Hartmannsson, 11.9.2011 kl. 16:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband