Feðgar, hvor í sínu landi, hefðu getað horft á son og bróður farast.

Árásin á Tvíburaturnana fyrir réttum tíu árum var mér eftirminnilegust fyrir þá sök, að hún sýndi mér á óhugnanlegan hátt hvað heimurinn er orðinn lítill með tilkomu fjarskiptatækninnar.

Ég var staddur á Amager í Kaupmannahöfn með konu minni og systur hennar og mági, þegar Örn sonur minn hringdi í farsímann og sagði, að ef ég færi að sjónvarpstæki myndi ég geta séð að hryðjuverkamenn væru að fljúga farþegaþotum á Tvíburaturnana.

Ég vissi að samkvæmt ferðaáætlun Þorfinns sonar míns og Friðriks Þórs Friðrikssonar sem voru á leið vestur til Kaliforníu, ætluðu þeir að fljúga þangað frá Boston. 

Ég ákvað að raska ekki áætlun okkar í Kaupmannahöfn þennan síðasta dag ferðar okkar, heldur að fresta því að setjast fyrir framan sjónvarp, enda svo sem ekkert hægt fyrir mig að gera í málinu. 

Síðar kom í ljós að þeir Þorfinnur og Friðrki Þór Friðriksson höfðu breytt ferðaáætlun sinni þannig að þeir voru ekki um borð í þotunni, sem rænt var. 

En það hefur oft runnið kalt vatn milli skinns og hörunds á mér síðan við tilhugsunina um það, að nútíma fjarskiptatækni geri það mögulegt að feðgar sitji við sjónvarp, hvor í sínu landi í 2000 kílómetra fjarlægð frá hvor öðrum, og horft saman á son og bróður farast í þriðja landinu hinum megin við Atlantshafið. 


mbl.is „Ég gjörsamlega lamaðist“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

í sitt hvoru landinu?  Hvor í sínu landi?

Þorvaldur Sigurðsson (IP-tala skráð) 11.9.2011 kl. 20:49

2 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Þakka þér fyrir, Þorsteinn. Furðuleg pennaglöp mín hafa snarlega verið leiðrétt og sjást því ekki lengur.

Ómar Ragnarsson, 11.9.2011 kl. 21:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband