11.9.2011 | 23:45
Góðar íþróttafréttir í bunum!
Það er ekki á hverjum degi sem maður fær þrjár góðar íþróttafréttir á sama deginum, en það gerðist í dag og kvöld.
Og allar snerta þær fjölskylduna á einhvern hátt.
Rimaskóli varð Norðurlandameistari barnaskólasveita í skák, og það er mikið gleðiefni fyrir Jónínu, dóttur okkar Helgu, sem kennir við skólann.
Fram vann Íslandsmeistara Breiðabliks og heldur enn við voninni um að komast úr fallhættu. Ég var skráður í Fram þremur mánuðum fyrir fæðingu og bý og hef búið lengst af í Framhverfi og í því hverfi ólust börnin okkar upp.
Síðan tapaði KR í dag, en sem Framari í boltanum og ÍR-ingur í frjálsum þarf ekki að orðlengja hvers vegna það er ekki leiðinlegt.
Ég viðurkenni samt að hafa einu sinni hrópað "áfram, KR!" en það var þegar B-lið KR með Jón Sigurðsson (með nefið) í fararbroddi sló A-liðið út úr bikarkeppninni í knattspyrnu!
![]() |
Rimaskóli Norðurlandameistari |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.