12.9.2011 | 00:09
Athyglisverð tala: Fjórar þotur fyrir 130 milljónir manna.
Í heimildarmynd um árásina á Tvíburaturnana í kvöld kom fram, að þegar árásin var gerð, hefðu Bandaríkjamenn aðeins tímt að hafa til taks fjórar orrustuþotur til þess að verja norðausturhluta Bandaríkjanna þar sem 130 milljónir manna búa.
Á sama tíma héldu íslenskir ráðamenn að bandaríkjamenn væru tilbúnir til að halda út jafnmörgum þotum í fjarlægu landi, Ísland,i til að verja 300 þúsund manns, aðeins 0,25% af íbúafjöldanum í norðausturríkjunum í þeirra eigin landi!
Grunaði hryðjuverk | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Enda héldu þeir að ekkert kæmist fljúgandi að þeim utan frá nema með mikið lengri fyrirvara. Sem í sjálfu sér er rétt en í þessu tilfelli kom ógnin ekki utan að.
En við erum væntanlega að tala um stand by vélar 24/7, ansi mörg ár síðan því var hætt hér á klakanum.
Karl J. (IP-tala skráð) 12.9.2011 kl. 00:43
Trúi því engan veginn. 4 þotur þarna í jafn hernaðarlega sinnuðu ríki og USA. Engan veginn! Skv. þessari heimildamynd á ca. 2:30 kemur fram að það séu 16 þotuherstöðvar á austurströndinni http://www.youtube.com/watch?v=nAMd9b2JiFo
Ari (IP-tala skráð) 12.9.2011 kl. 13:20
Ef íbúar í öllum Bandaríkjunum hefðu gert sömu kröfur og 300 þúsund Íslendingar um eina orrustuþotu á hverja 75 þúsund íbúa, hefði þurft 4000 þúsund orrustuþotur í Bandaríkjunum.
Hvers vegna í ósköpunum datt mönnum í hug að Bandaríkjamenn tímdu að halda uppi jafn dýrum vörnum fyrir jafn fáa og það utan síns heimalands?
Ómar Ragnarsson, 12.9.2011 kl. 23:47
Afsakið tvítekninguna á þúsund, - á að vera: ..."hefði þurft 4000 orrustuþotur í Bandaríkjunum."
Ómar Ragnarsson, 12.9.2011 kl. 23:48
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.