Er aðferðin, sem notuð var 1944 ólögleg nú?

Dásamlegt er að sjá bloggara og fleiri hvern á fætur öðrum halda því fram að "gengið sé í berhögg við núgildandi stjórnarskrá" með því að halda þjóðaratkvæðagreiðslu um frumvarp Stjórnlagaráðs að nýrri stjórnarskrá.

Núgildandi stjórnarskrá var lögð fyrir þjóðina í þjóðaratkvæðagreiðslu áður en Alþingi samþykkti hana og löggilti endanlega 17. júní 1944.  Endanlega ákvörðunin þá var auðvitað Alþingis.

Af hverju má ekki fara eins að nú eins og gert var 1944?  Alþingi mun þá eiga síðasta orðið alveg eins og 1944.

Af hverju gengur það allt í einu í berhögg við stjórnarskrána núna?

Næsta stjórnarskrá á undan lýðveldisstjórnarskránni var sú sem lögð var fyrir þjóðina 1918. Af hverju gekk það ekki "í berhögg" við þágildandi stjórnarskrá?

 


mbl.is Borgarafundur um nýja stjórnarskrá
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Steini Bjarna

Þetta er rökvilla á hæsta stigi eins og þú bendir á.  Þetta yrði að sjálfsögðu ráðgefandi kosning fyrir Alþingi og best væri að kjósa um hverja grein fyrir sig en ekki "allan pakkann".

Steini Bjarna, 12.9.2011 kl. 23:52

2 identicon

Það verður að kjósa um hverja grein fyrir sig, í þjóðaratkvæðagreiðslu. Ef það verður ekki gert, er það nagli í kistu lýðræðis á Íslandi, sem mun hugsanlega ekki ná sér á strik á ný fyrr en eftir langan tíma.

Skorrdal (IP-tala skráð) 13.9.2011 kl. 00:21

3 Smámynd: Haraldur Haraldsson

Nei Ómar,engin að gera lítið úr verkum ykkar i stjórlagaþingi als ekki,en það ber fyrst að láta Alþingi sem við kusum lyðræðislega að fjalla um hana ,og svo koma kostningar og þá kjósum við um hana 2013 kannski fyrr/Kveðja

Haraldur Haraldsson, 13.9.2011 kl. 00:39

4 Smámynd: Jón Valur Jensson

Engin stjórnarskrá var lög fyrir þjóðina 1918, heldur sambandslagasáttmálinn.

Svo var fyrsta stjórnarskrá konungsríkisins ekki sú úthreinsun gömlu 1874-stjórnarskrárinnar, sem ykkar hugmyndir eru nánast gagnvart þeirri frá 1944.

Af hverju gengurðu fram í því oftrausti á verk ykkar í umboðslausa "stjórnlagaráðinu", að fólk verði annaðhvort að gleypa ALLA ykkar samantekt - þ.m.t. fullveldisframsalsákvæðið! - eða EKKERT? Af hverju voruð þið svona ráðin í, að fólk fengi ALLS EKKI kjósa um einstakar greinar og velja á milli þeirra og greinanna/ákvæðanna í núverandi stjórnarskrá? Lyktar þetta ekki af forsjárhyggju alveg fram í fingurgóma? Voruð þið kannski svona óskeikul, en alls ekki löggjafinn né þjóðin 1944?

Og er ekki fullveldisframsalsákvæðið ykkar brot á 86. grein þessara lagaFróðleikur um viðurlög gegn landráðum, þar sem m.a. segir: "Hver, sem sekur gerist um verknað, sem miðar að því, að reynt verði með ... svikum að ráða íslenska ríkið eða hluta þess undir erlend yfirráð, eða að ráða annars einhvern hluta ríkisins undan forræði þess..." eða á 88. greininni, þar sem segir m.a.: "Hver, sem opinberlega í ræðu eða riti mælir með því eða stuðlar að því, að erlent ríki... hlutist til um málefni þess, svo og hver sá, er veldur hættu á slíkri íhlutun með ... öðrum athöfnum, sem líklegar eru til að valda slíkri hættu ..."? Þetta er vert hugleiðingar.

Heimsóttu svo endilega þessa vefsíðu: skynsemi.is.

Jón Valur Jensson, 13.9.2011 kl. 01:06

5 Smámynd: Jón Valur Jensson

... lögð ... vildi ég sagt hafa í 1. línu.

Svo gleymdi ég að skipta út nafni á tenglinum, en hann virkar.

Jón Valur Jensson, 13.9.2011 kl. 01:09

6 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Hvers vegna er verk Stjórnlagaráðs ekki rætt á alþingi?

Sigurður Haraldsson, 13.9.2011 kl. 01:14

7 identicon

Svar við spurningu þinni er: "Já, aðferðin sem var notuð 1944 er ólögleg nú"

Af hverju? Jú vegna þess að það stjórnarskráin sem var samþykkt 1944 inniheldur ákvæði um það hvernig eigi að breyta stjórnarskránni í framtíðinni. Þ.e. tvö alþingi breyti stórarskránni og kosið á milli. Hvernig sem menn reyna eða fabúlera um aðrar hugmyndir til að breyta stjórnarskránni, þá verður ekki komist fram hjá þessum ákvæðum. Þetta er eina leiðin.

Jonni (IP-tala skráð) 13.9.2011 kl. 02:00

8 identicon

Jonni, þegar núverandi stjórnarskrá frá 1944 var sett, var í gildi stjórnarskrá frá 1920 sem hafði alveg eins ákvæði og 79 gr. í núverandi stjórnarskrá nema í stað forseti, stóð konungur. Aðferðin sem notuð var 1944 var alveg jafn ólögleg eða lögleg þá og hún væri núna. Ákvæðið er upphafleg komið frá stjórnarskránni frá 1874 og ákveðið er mun eldra þegar eingöngu karlmenn sem voru landeigendur máttu kjósa og fjölmiðlar voru nánast engir. Danir eru breyttu sinni stjórnaskrá 1950 þannig að nú þarf danska þjóðin að samþykkja stjórnarskrárbreytingar til að hún taki gildi. Það var vilji leiðtoga íslenskra stjórnmálamanna að breyta þessu 2007 og aftur 2009, en hefur ekki enn komist í gegn.

Geir Guðmundsson (IP-tala skráð) 13.9.2011 kl. 02:19

9 Smámynd: Jón Valur Jensson

Sættu þig við það, Geir, þetta ER ólöglegt, andstjórnarskrárlegt.

Það er er svo sem eftir ykkur að vilja einnig brjóta þau æðstu landslög.

Jón Valur Jensson, 13.9.2011 kl. 02:26

10 identicon

Burtséð frá því hvort þessar breytingar eru löglegar eður ei, þá er það engum til árangurs að kjósa um breytingarnar í heild sinni.

Ég myndi t.d þurfa að hafna breytingunum í atkvæðagreiðslu þrátt fyrir að vera sammála sumum breytingartillögum.

Það er ekkert vit í öðru en að kjósa um hverja breytingartillögu fyrir sig.

Dagga (IP-tala skráð) 13.9.2011 kl. 07:50

11 Smámynd: Guðbjörn Jónsson

Stjórnarskráin 1944 var rædd og samþykkt á Alþingi áður en hún fór í þjóðaratkvæðagreiðslu. Vegna þeirra aðstæðna sem þá voru, gerði Alþingi sjálft samþykkt um að gera engar breytingar á þágildandi stjórnarskrá, aðrar en þær að breyta ákvæðinu um þjóðhöfðingjann. Breyta því ákvæði úr konungi í forseta.

Þegar stjórnarskráin kom svo til afgreiðslu á Alþingi stóðu Sjáfstæðismenn ekki við fyrri samþykktir og kröfðust ýmissa breytinga sem færðu Alþingi aukin völd sem tekin voru frá þjóðinni.  Um þessi mál urðu miklar deilur á Alþingi, sem urðu til þess að tvisvar varð að greiða atkvæði um stjórnarskrána í annarri deild Alþingis, áður en hún fór svo til þjóðaratkvæðisgreiðslu.

Harðast var deilt um breytinguna á 26. greininni, þar sem Sjálfstæðismenn gerðu kröfu um að lagafrumvarp sem forsetinn hafnaði áritunar, yrði þrátt fyrir það að lögum, þar til þjóaratkvæðagreiðasla hefði farið fram. Ef þjóðin felldi lögin, féllu þau þegar úr gildi, enannars héldu þau gildi sínu.

Það var því stjórnarskrá sem Alþingi hafði samþykkt, sem fór til þjóðaratkvæðagreiðslu árið 1944.  Ákvæði núgildandi stjórnarskrár segir að samþykkja þurfi breytingu stjórnarskrár á TVEIMUR ÞINGUM, með þjóðaratkvæðagreiðlu á milli, svo breytingin taki gildi.

Guðbjörn Jónsson, 13.9.2011 kl. 08:09

12 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Alþingi tekur ákvörðun um hvort tiltekin mál fara í þjóðaratkvæðagreiðslu, eða ekki. Alþingi ber ábyrgð á slíkum kosningum. Hver annar?

Ef-þegar tillaga hins umboðslausa stjórnlagaráðs fer í þjóðaratkvæðagreiðslu, þarf Alþingi að staðfesta niðurstöðuna með lögum, en þau taka ekki gildi fyrr en nýtt þing að loknum kosningum hefur einnig staðfest hina nýju stjórnarskrá.

Þetta er sennilega ekki orðað á "lagatæknilegu" máli, en svona er þetta nú samt.

Gunnar Th. Gunnarsson, 13.9.2011 kl. 09:12

13 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Ómar, hefur það ekki verið krafa ykkar að tillaga ykkar verði lögð fyrir þjóðina óbreytt?

Hvernig getur Alþingi þá tekið þessa tillögu og breytt henni, eftir að þjóðin hefur samþykkt hana?

Þessi rök þín halda ekki, því miður.

Þar að auki hafa sumir stjónlagaráðsmenn haldið því fram og sett á prent í fjölmiðlum, að réttast væri að Alþingi kæmi fram með eigin tillögu og þjóðin látin kjósa milli hennar og ykkar tillögu.

Gunnar Heiðarsson, 13.9.2011 kl. 10:22

14 Smámynd: Valdimar Samúelsson

Það var samþykkt stjórnarskrá af alþingi árið 1944. Við getum ekki hunsað hana til þess eins að samþykkja nýja stjórnarskrá við verðum að fara eftir gildandi stjórnarskrá við samþykkt á nýrri.

Valdimar Samúelsson, 13.9.2011 kl. 11:16

15 Smámynd: Jón Valur Jensson

Rétt, Valdimar, og nú þrengir hér að Ómari. Gunnar Th. á hér gott innlegg og ekki síður Gunnar Heiðarsson, nú stendur aldeilis upp á Ómar að svara!

Dagga mælir hér með því réttlæti, að fólk fái sitt að segja um hverja breytinga- eða nýja tillögu (þetta sýnir líka, að bezt er að gera ekki eina allsherjar-endurskoðun alla í einu, heldur bæta jafnt og þétt og fyrst þau atriði, sem mest samstaða er um, í stjórnarskrárgerðinni (alveg óháð einhverju "stjórnlagaráði" sem ekkert umboð hefur frá þjóðinni, en vill núna ná sér í það!!!).

Þungvægasta innleggið -- og um leið mesta áfallið fyrir málflutning Ómars -- er svo þetta frá Guðbirni Jónssyni. Hann leiðir það skýrt í ljós, að grunnurinn að ábúðarmiklum aðalfullyrðingum Ómars í greininni er bara tilbúningur -- botninn er suður í Borgarfirði hjá honum blessuðum í þetta sinn!

Jón Valur Jensson, 13.9.2011 kl. 11:37

16 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Andstaða Jóns Vals við Stjórnlagaráðið er ekki efnisleg heldur persónuleg þar sem honum, sem frambjóðenda til Stjórnlagaþings, var hafnað í kosningunum.

Hann hafnaði raunar sjálfum sér anginn, þegar hann á sínum kjörseðli, setti annan frambjóðanda í fyrsta sæti en sig í annað.

Sættu þig við þetta Jón!

Axel Jóhann Hallgrímsson, 13.9.2011 kl. 12:45

17 Smámynd: Kristinn Pétursson

Sæll Ómar

Lýðvaldið Ísland - með þingbundinni ríkisstjórn -  var ekki formlega stofnað fyrr en eftir þjóðaratkvæðagreiðsluna 1944 sbr 81 gr:

  • 81. gr. Stjórnskipunarlög þessi öðlast gildi, þegar Alþingi gerir um það ályktun, enda hafi meiri hluti allra kosningarbærra manna í landinu með leynilegri atkvæðagreiðslu samþykkt þau.1) 1)Sbr. þingsályktun um gildistöku stjórnarskrár lýðveldisins Íslands, nr. 33 16. júní 1944, og yfirlýsingu forseta sameinaðs Alþingis um gildistöku stjórnarskrárinnar, nr. 33 17. júní 1944. Sbr. og þingsályktun um niðurfelling dansk-íslenska sambandslagasamningsins frá 1918, nr. 32 16. júní 1944.
  • Þess vegna verða tillögur um breytingar á stjórnarskrá   nú að að fara fyrir Alþingi -  þó það hafi ekki þurft 1944.....

    Ríkissjórnin lét skipa stjórnlagaráð nú -  þvú verður að taka  breytingartillögur  fyrir formlega  - eins og mælt er fyrir í stjórnarskrá.

  • 97/1995, 16. gr. 79. gr. Tillögur, hvort sem eru til breytinga eða viðauka á stjórnarskrá þessari, má bera upp bæði á reglulegu Alþingi og auka-Alþingi. Nái tillagan samþykki ... 1) skal rjúfa Alþingi þá þegar og stofna til almennra kosninga af nýju. Samþykki [Alþingi]1) ályktunina óbreytta, skal hún staðfest af forseta lýðveldisins, og er hún þá gild stjórnskipunarlög. Nú samþykkir Alþingi breytingu á kirkjuskipun ríkisins samkvæmt 62. gr., og skal þá leggja það mál undir atkvæði allra kosningarbærra manna í landinu til samþykktar eða synjunar, og skal atkvæðagreiðslan vera leynileg. 1)L. 56/1991, 27. gr.
  • Þetta er rökstutt hér með tveim tilvitnunum í gildandi stjórnarskrá.  

    Það sem skrifað stendur í stjórnarskrá lýðveldisins um þessa málsmeðferð - það gildir.

    kv  Kristinn Pétursson

Kristinn Pétursson, 13.9.2011 kl. 12:57

18 Smámynd: Kristinn Pétursson

Svo getur Alþingi - þessu til viðbótar - sett málið í þjóðaratkvæðagreiðslu. Þð er mjög eðlileg málsmeðferð - en einungis í þessari röð

kv KP

Kristinn Pétursson, 13.9.2011 kl. 13:00

19 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Ég á enn erfitt með að skilja, hvernig það geti verið ólöglegt að láta fara fram ráðgefandi þjóðaratkvæðagreiðslu um stjórnarskrá eða hvert annað það mál, sem Alþingi kýs.

Sé heldur ekki mun á því hvort greidd séu atkvæði um hverja grein fyrir sig eða ekki, nema að það getur haft mikil áhrif víða í stjórnarskránni hver afdrif sumra greinanna verða. 

Alþingi gæti látið greiða atkvæði eftir sínu höfði, annað hvort um stjórnarskrána í heild eða einstakar greinar og gæti líka lagt fram gagntillögu um skrána í heild eða um einstakar greinar. 

Heyrst hefur hjá andstæðingum ESB aðildar að það mál sé jafnvel stærra en stjórnarskrármálið. 

Er þá líka ólöglegt að láta fara fram ráðgefandi þjóðaratkvæðagreiðslu um fyrirhugaðan aðildarsamning að ESB? 

Er ólöglegt að þjóðin fái að hafa áhrif beint á einhver af málum sínium? 

Ómar Ragnarsson, 13.9.2011 kl. 13:18

20 Smámynd: Kjartan Sigurgeirsson

Sennilega er ekkert ólöglegt við að leggja þessi drög að stjórnarskrá undir þjóðina, það hefur bara ekkert gildi.  Í núverandi stjórnarskrá eru ákvæði um hvernig standa skuli að breytingum á henni, það ætti að vera ljóst öllum sem hafa verið í stjórnlagaráði.  Hvaða afgreiðslu sem drögin fengju í þjóðaratkvæðagreiðslu verður að fara að leikreglum, sem eru í raun þannig að Alþingi gengur að pakkanum með óbundnar hendur.

Er það 200 miljóna virði að fá einhvern stimpil á plaggið, hvort sem hann er jákvæður eða neikvæður.  Er það boðlegt að það verði að samþykkja eða hafna pakkanum í heild? það ættu allir að geta fundið eitthvað við sitt hæfi í honum, en sennilega mun færri sem kokgleypa hann i heild.

Kjartan Sigurgeirsson, 13.9.2011 kl. 16:02

21 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Þetta er auðvitað afraksturinn þegar rokið er í flumbrugangi að breytingum á stjórnarskránni. Rifrildi út og suður.

Það má gera betur - og það á að gera betur!

Kolbrún Hilmars, 13.9.2011 kl. 17:22

22 identicon

Samkvæmt nýlegri könnun eru það innan við 20% kjósenda sem hafa kynnt sér frumvarp þessarar nefndar vel, eða mjög vel.

20%, það er nú allur áhugi landsmanna á þessu starfi.

 Þessi umboðslausa nefnd, sem sjálf braut á núverandi stjórnarskrá og þrískiptingu valdsins með því að hundsa niðurstöðu Hæstaréttar og svindla sér fram hjá kosningalögum í landinu ætti að fara að sætta sig við, að hún er nefnd, ekki (stjórnlaga)þing.

Þessi nefnd hefur það eina fram yfir aðrar nefndir sem hafa verið skipaðar í sama tilgangi að vera alveg ævintýralega uppteknar af sjálfri sér og eigin ágæti og telja sig ekki þurfa að lúta sömu leikreglum og aðrir í samfélaginu.

Sigurður (IP-tala skráð) 13.9.2011 kl. 18:31

23 identicon

Ólíklegt er að þingmenn fjórflokksins samþykki tillögur stjórnlagaráðs óbreyttar. Enn ólíklegra er að þjóð sem kýs fjórflokkinn trekk í trekk af trúarlegu ofstæki samþykki þær eitthvað frekar. Því miður, en þannig er þetta. Fólk er fífl og Íslendingar eru stærstir og mestir á því sviði.

Baldur (IP-tala skráð) 13.9.2011 kl. 20:11

24 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Við höfum allan tímann, sem við höfum starfað, litið á okkur sem nefnd eða ráð, sem Alþingi fól ákveðið verkefni, en ekki sem "Stjórnlagaþing".

Ómar Ragnarsson, 13.9.2011 kl. 21:50

25 Smámynd: Jón Valur Jensson

Ég hef verið fjarri góðu gamni hér, síðan ég lagði inn mitt innlegg. Axel Jóhann (næstur á eftir mér) sniðgengur gersamlega og misvirðir alla mína málefnalegu gagnrýni í mörgum greinum varðandi ólögmæti stjórnlagaráðs, og kýs hann að búa til þá "ástæðu", að andstaða mín sé "ekki efnisleg heldur persónuleg". Á það sama þá við um gagnrýni Sigurðar Líndal eða Róberts Spanó (svo að tveir lögfræðingar séu nefndir)?

Til stjórnlagaráðs var stofnað ÞVERT GEGN LÖGUM UM STJÓRNLAGAÞING. Get vel rökstutt þá staðhæfingu og mun gera og hef raunar gert á mínum vef.

Axel minn, ég er ekkert að gráta tap mitt í kosningunni (sem ég lagði sama sem ekkert fé í -- og hafði mælt með Pétri Gunnlaugssyni í 1. sæti við marga, áttaði mig ekki á klókindakerfi Þorkels Helgasonar og taldi það hálf-kjánalegt og hrokafullt að setja mig í hæsta sess. Ég velti mér ekki upp úr fortíð, ligg ekki hér ósáttur við sjálfan mig (þótt ég sé að sjálfsögðu ósáttur við geðþóttafullu ólögmætis-leiðina sem farin var með "ráðinu"), heldur horfi ég fram á við, og nú þarf að koma í veg fyrir þá frekju-tilætlun hins umboðslausa stjórnlagaráðs að leggja tillögur þess í EINUM, ÓSKIPTANLEGUM PAKKA fyrir þjóðina, þvert gegn gildandi stjórnarskrá, og reyna að búa til eitthvert "ráðgefandi" hlutverk hinnar vængbrotnu* þjóðaratkvæðagreiðslu fyrir Alþingi. Ráðgefandi hvernig? Á hún að gefa hverjum og einum þingmanni ráð? Eiga þeir allir að vera skuldbundnir til að fara að þeim fjarstýrðu "ráðum", jafnvel þvert gegn eigin sannfæringu, sem rétta stjórnarskráin (sú eina sem gildir) segir að þeir eigi að fylgja? Það hljóta allir að sjá það við smá-umhugsun, að þessi fyrirfram-þjóðaratkvæðagreiðsla hefur ekkert lagalegt né jafnvel siðferðislegt gildi.

* Vængbrotin yrði þjóðaratkvæðagreiðslan (og lýðræðið), ef svo mjög verða áhrif almennings á hana takmörkuð, að enginn fær að hafa neitt að segja um neina einstaka nýbreytnisgrein, heldur er gert að að gleypa annaðhvort við öllu eða hafna öllu. Þetta ætla þeir sér samt að reyna að keyra í gegn, "ráðsmennirnir", og gera sér vonir um, að einhver lýðskrums-vinsældavæn ákvæði í nýja samansetningnum höfði svo til margra, að þeir láti sig hafa það að kjósa "stjórnarskrána nýju" út á það, burtséð frá öllum göllunum. En þeirra stærstur er fullveldisframsals-heimildin og er alger frágangssök fyrir allt heila klabbið. Það fór eins og ég taldi mig vita: Þessu tókst ESB-fylgihnöttunum í "ráðinu" að troða inn, til þess var leikurinn gerður, og þess vegna var "ráðið" sett á koppinn, af því að Jóhanna og Össur vildu ekki missa þetta ESB-lið sitt út í næstu kosningu. Hugsið ykkur, einn úr liðinu var starfsmaður ESB og er enn á launum í gegnum Bifrastarstyrki frá ESB-eflandi Evrópustofnun!

Jón Valur Jensson, 14.9.2011 kl. 01:43

26 Smámynd: Jón Valur Jensson

Svo er ENGIN FJÁRLAGA-HEIMILD fyrir neinni fyrirfram-þjóðaratkvæðagreiðslu um stjórnarskrárdrög hins ólöglega til stofnaða "stjórnlagaráðs".

Jón Valur Jensson, 14.9.2011 kl. 02:20

27 identicon

Ómar, þú segir: 

"Við höfum allan tímann, sem við höfum starfað, litið á okkur sem nefnd eða ráð, sem Alþingi fól ákveðið verkefni, en ekki sem "Stjórnlagaþing". "

Manni hefur nú fundist á sumum í þessari nefnd að þeir geri sér ekki grein fyrir því að þeir starfi ekki lengur í beinu og milliliðalausu umboði kjósenda sem kusu þá á Stjórnlagaþing.

Það var einnig á sumum "nefndarmönnum" að skilja að með því að svindla sér þessa leið fram hjá úrskurði Hæstaréttar hefði verið hægt að "klekkja á andstæðingum Stjórnlagaþings".

En því fer svo órafjarri Ómar, að þetta hafi verið sniðugur leikur, alveg þvert á móti.

Með því að fara þessa leið, var undirbúningur að nýrri Stjórnarskrá einmitt endanlega eyðilagður.

Þegar byrjunin er svona gjörsamlega glórulaus, að þá skiptir í raun engu máli hversu vandað er til eftir það.

Mér finnst sjálfum tillögur ykkar aö mörgu leyti alveg ágætar, en ég get aldrei samþykkt að ný Stjórnarskrá hafi þennan blett á sér sem þið hafið sett á hana með því að í eiginhagsmunum og pólitískum tilgangi teljið í lagi að svindla sér framhjá úrskurði Hæstaréttar, brjótið á ákvæðum Stjórnarskrárinnar um t.d. þrískiptingu valds, virðið að engu kosningalögin í landinu og teljið það bara allt í lagi vegna þess að málstaðurinn sé svo góður?????

Nei Ómar, þetta er ekki hægt að samþykkja sem grunn að nýrri Stjórnarskrá, alveg sama hversu vandað er til um framhaldið.

Hefðuð þið hins vegar sameinast um það að krefjast nýrra kosninga, og endurheimt umboð ykkar milliliðalaust frá kjósendum í landinu hefðuð þið  í dag haft mun meir vigt í kröfum ykkar, og verið mun erfiðara fyrir Alþingi að reyna að krukka í tillögum ykkar.

Svindlið ykkar var algert sjálfsmark, og hefur endanlega eyðlagt þetta starf og enginn stjórnmálamaður mun telja sig skuldbundinn til að gera nokkurn skapaðan hlut með þessar tillögur nefndarinnar.

Sigurður (IP-tala skráð) 14.9.2011 kl. 10:16

28 Smámynd: Jón Valur Jensson

Ég tek heils hugar undir þessi orð Sigurðar, hér eru margar góðar ábendingar hans sem hitta í mark. Og merkilegt er þetta sem Ómar upplýsti hér um viðhorf "ráðsmannanna":

"Við höfum allan tímann, sem við höfum starfað, litið á okkur sem nefnd eða ráð, sem Alþingi fól ákveðið verkefni, en ekki sem "Stjórnlagaþing"."

Já, þar var alveg augljóst af stefnunni - og af ESB-meðvirku fullveldisframsals-tillögunni!

Svo höfðu þeir ekki einu sinni meirihluta hinna 63 alþingismanna að baki sér, þegar greidd voru atkvæði um tillöguna um "stjórnlagaráð"!

Jón Valur Jensson, 14.9.2011 kl. 12:33

29 identicon

Ef mér skjátlast ekki þá var það sérstök nefnd þingsins sem lagði fram frumvarp að stjórnskipunarlögum sem síðan var tekið fyrir og rætt ítarlega á Alþingi.  Þegar Alþingi hafði lokið meðferð málsina var það lagt fyrir þjóðina sem staðfesti það sem stjórnarskrá Lýðveldisins Íslands og stofnaði um leið lýðveldið.  Það var því ekki Alþingi sem stofnaði lýðveldið heldur þjóðin sem gerði það og gaf um leið Alþingi það vald sem það fékk í hinu unga lýðveldi.

Stjórnlagaráðsfulltrúarnir fyrrverandi mega ekki gleyma því að þeir voru þingskipaðir til að vinna tiltekið verk fyrir Alþingi.  Þeir höfðu ekkert umboð þjóðarinnar en var falið ákveðið verk sem Alþingi fengi svo í hendur.  Að sjálfsögðu fer um breytingar á stjórnarskrá eftir núgildandi stjórnarskrá þannig að henni verður ekki breytt nema með samþykkt Alþingis - þingkosningum og svo samþykkt þess þings sem þar er kosið.    En grundvallaratriðið er að vegna þess að ekki náðist að kjósa til stjórnlagaþings þá hafði almenningur enga fulltrúa við gerð tillögu að stjórnarskrá - og því er vægi tillögunnar minna en ella.  Þetta vissu stjórnlagaráðsfulltrúar þegar þeir tóku að sér þetta starf fyrir þingið án þess að vera til þess kjörnir af þjóðinni.

Hreiðar Eiríksson (IP-tala skráð) 15.9.2011 kl. 00:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband