Eini eyðimerkurstormur heims af jökli.

Á Vatnajökli hefur mátt sjá gríðarlega öskustorma við ákveðnar aðstæður í sumar og hefur Jón G. Sigurðsson, flugmaður, sem flýgur með ferðafólk frá Skaftafelli, sagt mér að hann hafi getað boðið því upp á að upplifa eyðimerkurstorm uppi á stærsta hjarnjökli Evrópu, - algerlega einstætt fyrirbæri á heimsvísu.

Vonast til að geta birt myndasyrpu af jöklinum áður en snjór huldi öskuna, þegar tími gefst. 


mbl.is Öskufokið að detta niður
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

ATH!

Það er mikið mistur núna, - frá Hvolsvelli sést enn bara móta fyrir Eyjafjallajökli og Þríhyrningi, og Hekla sést ekki. Kom á óvart eftir ágætis skyggni í gærkvöldi, og svo frekar kyrra frostnótt á láglendinu.

Jón Logi (IP-tala skráð) 14.9.2011 kl. 07:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband