Aftur 1991?

Íslensk stjórnmál geyma ýmis dæmi um það að ákveðnir flokkadrættir, ýmist milli flokka eða innan flokka, haldast áfram löngu eftir að aðstæður hafa breyst og aðrir komið fram á sjónarsviðið til að gegna áhrifastöðum.

Á meðan Gunnar Thoroddsen lifði var skipting Sjálfstæðismanna í Gunnarsarm og Geirsarm áberandi og nú er svo að sjá að átakalínur frá árunum í kringum 1990 séu í fullum gangi, bæði á hægri og vinstri armi íslenskra stjórnmála, annars vegar endurómur af átökum Davíðs Oddssonar og Þorsteins Pálssonar og hins vegar af átökum armanna í Alþýðubandalaginu. 

Þótt hinn pólitíski vígvöllur hafi breyst virðast víglínurnar bera keim af helstu flokkadráttum fyrir tuttugu árum eða jafnvel enn lengra aftur í tímann. 

Svo virðist einnig sem það eitt að sumir af helstu foringjum þess tíma séu enn á meðal vor nægi til þess að línurnar leggist í svipað far í kringum þá og á meðan þeir leiddu mismunandi fylkingar fyrir áratugum. 


mbl.is Styrmir: Forsetinn hyggur á endurkjör
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Tómas H Sveinsson

Munið að stjórnmálamaður nútímans er persóna sem rakar eld að eigin köku en lætur líta svo út sem það sé gert fyrir landslýð.

Tómas H Sveinsson, 14.9.2011 kl. 12:03

2 Smámynd: Valdimar Samúelsson

Stjórnarskrá íslands er til þess gerð að ekki megi vinna svoleiðis. Það á að fara eftir henni sama hvort einhver hafi brotið hana áður.

Valdimar Samúelsson, 14.9.2011 kl. 17:56

3 Smámynd: Tómas H Sveinsson

Bíddu nú við Valdimar. Hvað er það í Stjórnarskránni sem getur komið í veg fyrir óheilindi stjórnmálamanna?  Eitt er að meiga ekki, annað er að gera.

Tómas H Sveinsson, 14.9.2011 kl. 18:01

4 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Það heitir að "skara eld að eigin köku."

Ómar Ragnarsson, 14.9.2011 kl. 21:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband