Úr öskumistri í dýrðina.

Eftir hádegi í dag var veðrinu misskipt á landinu. Á öllu Suðurlandi og við Faxaflóa var öskumistur, en norðan Vatnajökuls eitthvert mesta dýrðarveður sem ég man eftir, en ég flaug á TF-REX frá Tungubökkum í Mosfellsbæ austur á Sauðárflugvöll.

September er nefnilega besti mánuður ársins til kvikmyndatöku, þar sem landslag þarf að njóta sín.

Fyrr á sumrinu fer sólin of hratt, of bratt og of hátt upp á himininn og afleiðingin er að skugga vantar í landslagið og loft verður ókyrrt vegna þess að sólin hitar jörðina.

Í dag hreyfðist flugvélin ekki frekar en að að kvikmyndavélin mín væri á þrífæti.

Fór síðan á Mývatn og þaðan til Akureyrar, en er nú að leggja af stað akandi á gamla Subaru-fornbílnum suður eftir einhvern magnaðasta kvikmynatökudag, sem ég minnist.

Um leið og tími og tækifæri gefst skutla ég kannski einhverjum myndum inn á bloggið.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Æðislegt!!!

Myndir að morgni, og til hamingju með þetta. Hún er seig hún REXA þótt lítil sé ;)

Jón Logi (IP-tala skráð) 14.9.2011 kl. 22:15

2 identicon

Keypti moggann og sá þessa fínu mynd. En mikið væri gaman af því ef eitthvað gæti birst hérna ......

Jón Logi (IP-tala skráð) 16.9.2011 kl. 21:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband