"Ég tek hestinn..."

"Ég tek hundinn!"  Þetta var nafn lags, sem þau Helena Eyjólfsdóttir og Þorvaldur Halldórsson sungu á sínum tíma með hljómsveit Ingimars Eydals. Mig rámar í að ekki hafi verið ýkja erfitt að gera þennan texta, ágreiningsefnið var ákaflega einfalt.

Ég myndi hins vegar eiga í basli með að gera texta um hestadeilu þá milli sambýlisfólks, sem greint er frá á mbl.is. 

Bæði eru skepnurnar stærri sem deilt er um og hér um árið hefði maður aldrei haft hugmyndaflug til að setja inn í dæmið alls konar möndl með fjármuni og svonefnda málamyndagerninga. 

Ég er því ekki viss um hvort textinn um hestadeiluna hefði endað á setningunni: "...og við bæði tökum hestinn",  - eða - "...og við bæði tökum hestana." 


mbl.is Deilt um hesta í skilnaðarmáli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Uss, þetta er ekki rifrildisins virði. Bara koma þeim í salt og skipta svo kjötinu á milli deiluaðila. Case closed.

Larus (IP-tala skráð) 15.9.2011 kl. 19:35

2 identicon

Gat ekki verið betur orðað! Salómónsdómur! Slátra þessu bara og  taka flatt eftir kílóverði, - nú nema hjónin semji.

Þá kæmi kannski annað hljóð í strokkinn....

Jón Logi (IP-tala skráð) 15.9.2011 kl. 21:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband