Löngu tímabært.

Það hlýtur að vera hagkvæmt að stytta hringleiðina um Ísland um heila 61 kílómetra á tiltölulega ódýran hátt miðað við gerð langra brúa eða jarðganga, jafnvel þótt leiðin sé lokuð um tíma á veturna þegar umferðin er langminnst. 

En þessi möguleiki hefur blasað við í áratugi en það hefur tekið ótrúlega langan tíma að hrinda þessu í framkvæmd. 

En ég tel að fyrst þurfi að bæta fyrir trassaskapinn við að ljúka við að leggja bundið slitlag á hringveginn sjálfan í Berufirði og Skriðdal og drífa í því samtímis því sem Öxi verði færð í eins gott horf og unnt er. 

 


mbl.is Vilja Öxi inn á samgönguáætlun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Antonsson

Hver kílómeter sem ekinn er hjá stóru flutningabílunum og rútum kostar eitthvað yfir þrjú hundruð krónur. Ef þessar vegabætur kosta innan við 100 milljónir gætu þær borgað sig upp á 2-3 árum. Í útgerð borgar fjárfestingin sig oft upp á 2-3 árum, í öðrum greinum getur það tekið fimmtíu ár.

Líklega er auðveldast að hafa menn góða með því að láta ríkið teikna og hanna fangelsi, umferðamiðstöðvar, hafnir og göng. Að forgangsraða er list. Munum að þegar líður að kosningum er spiladósin trekkt upp og lofsöngur kyrjaður.

Sigurður Antonsson, 15.9.2011 kl. 21:59

2 identicon

Halló, má ekki klára að láta okkur sem búa á landsbyggðinni fá akfæra heim og í skólana áður en liggur þessi ósköp á að stytta leiðirnar frá Reykjavík? Fyrst þarf að marka forgangsröðum, svo má taka upp gæluverkefni. Við borgum jú skatta líka!

Guðrún (IP-tala skráð) 15.9.2011 kl. 22:36

3 Smámynd: Kjartan Pétur Sigurðsson

Bættar samgöngur hafa verið lykilinn af framförum íslendinga síðustu 100 árin. Her er hugmynd sem gætur bætt til muna aðstæður fyrir norður- og austurlandið 365 daga á ári! Einnig opnast möguleikar á að nýta flotta ferðamannastaði betur, lengja ferðamannatímann og safna stórum hluta af fiskveiðum íslendinga á einn stað. Yfir vetrartímann berast fréttir vikulega af óhöppum fluttningabíla með fiskafurðir á viðkvæmum þjóðvegum landsins. Svona kerfi getur nýtt innlenda orkugjafa og sparað háar upphæðir til lengri tíma.

http://lodmundur.com/g2/main.php?g2_itemId=85

Kjartan Pétur Sigurðsson, 15.9.2011 kl. 23:15

4 identicon

Fólk talar eins og við munum hafa endalausan aðgang að orku til að knýja samgöngukerfið. Svo er einfaldlega ekki. Olíubirgðir heimsins munu sennilega ekki endast út þessa öld. Þá verðum við Íslendingar að nýta raforku til að knýja samgöngur okkar og trúlega verður ódýrast að nota raforkuna beint. Rafgreining vetnis til að framleiða orkubera er of óhagkvæm og dýr. Þetta þýðir jafnframt, að við verðum að nota almenningssamgöngur meira og einkabílisminn verður að mestu fyrir bí, allavega til langferða. Hagkvæmast verður því fyrir okkur að hnappa mannabyggð saman sem allra mest til að gera almenningssamgöngur sem hagkvæmastar.

MeraGvendur (IP-tala skráð) 16.9.2011 kl. 05:47

5 Smámynd: Skeggi Skaftason

Guðrún:

Held að Ómar sé alls ekki bara að hugsa um að Reykvíkingar geti komist auðveldlega út á land og heim aftur, heldur ekki síður að landsbyggðafólk geti komist fljótt suður og tilbaka. Varla er það gæluverkefni.

Skeggi Skaftason, 16.9.2011 kl. 09:10

6 Smámynd: Viðar Friðgeirsson

Þú hittir naglann á höfuðið þarna Ómar og kemur inná viðkvæmt mál, nefnilega að stytta vegalengdir á milli a-b eins og frekast er kostur. Það vill svo til að þetta er sérstakt áhugamál hjá mér og ég hef þá skoðun bjargfasta að alltaf þegar ákveðið hefur verið að leggja veg eða endurbæta eigi aðeins eitt sjónarmið að vera ríkjandi, nefnilega að vegurinn verði eins stuttur og frekast er kostur.

Því miður hefur það ekki verið hér á landi hingað til heldur er verið að hlaupa eftir fánýtum kröfum um að vegur þurfi alltaf að elta einhverjar krummaskuðir vitt og breitt um landið og finnst mér lítil framsýni ríkja í þessum efnum. Nýjasta dæmið er deilur um vegalagningu úr Langadal framhjá Blönduós og án viðkomu þar.

Og afhverju eru menn í viðræðum við forráðamenn á Blönduósi um það ef það er talið hagkvæmt. Af hverju ekki frekar Reykjavík og Akureyri eða þess vegna Þórshöfn og Þorlákshöfn. Ljóst má vera að Blönduósbúar munu minnst nota þennan veg. Það er fullt af dæmum um dæmalaust vitlausa vegagerð í þessu landi þar sem engin framsýni virðist vera til staðar og jafnvel kostað miklu til til að leggja lykkju á leið frá a-b til að þjóna einhverjum stundarhagsmunum, óskilgreindum til lengri tíma litið.

Dæmi: Árin 1967-8 lagðist mikillvhafís að öllu Norðurlandi fra Vestfjörum og austur fyrir Langanes. Þá vöknuðu menn upp við vondan draum því engin akfær vegur var til allar götur frá Húsavík austur með ströndinni til Vopnafjarðar. Niðurgrafinn, einbreiður vegslóði sem fór á kaf í snjó með fyrstu snjóum og það var snjóþungt héraðið á þessum árum. Ákveðið var að byggja upp nýjan veg.

Sýslunefndir fengu málið til umfjöllunar til að ákveða hvar og hvernig og sýndist nú sitt hverjum og allir vildu fá veginn um hlaðið hjá sér. Þórshöfn vildi beint yfir Öxarfjarðarheiði sem var ófær leið vegna erfiðs fjalls á miðri heiði,(Helgafellið) byggðir við Öxarfjörð vildu veg umhverfis Sléttu og þá helst um hlöðin á hverjum sveitabæ sem nú eru flestir komnir í eyði og síðan um hlöðin hjá sér sem síðar varð niðurstaðan, en Raufarhöfn vildi hinsvegar ef ég man rétt að farin yrði svokölluð Hófaskarðsleið. Halló! Athugið, þetta var fyrir rúmum 50 árum. Nú nýlega var síðan verið að opna þá leið í stað þess að gera það fyrir 50 árum ef einhver skynsem hefði komist að þá. Vegagerðinni tókst þó að klúðra þessri vegagerð eins og frægt er orðið og flestir vita. Færri vita það hinsvegar að það klúður varð til vegna þess að vegagerðin ákvað að "leggja lykkju á leiðina" í óþökk landeigenda og troða þeim um tær með frekju og yfirgangi í stað þess að fara beinustu leið og það um land sem þá var í eigu ríkisins! Hversvegna þessa lykkju er mér hulin ráðgáta. Hér er aðeins eitt dæmi nefnt um skammsýni í vegagerð en af nógu er að taka og er að gerast enn víða. Má ég minna á deilur um vestfjarðaveg á Barðaströndinni. Fróðlegt verður að fylgjast með málalyktum þar og á ég ekki von á því að skynsemi og framsýni fái að ríkja þar frekar en hingað til.

Viðar Friðgeirsson, 16.9.2011 kl. 16:23

7 Smámynd: Viðar Friðgeirsson

Það er reyndar umhugsunarefni Ómar hvað tefur framkvæmdir í botni Berufjarðar. Hvað skyldi Vegagerðin vera að hugsa þar? eftir hverlu er beðið þar? Eru menn að bíða eftir því hvað verður um veg um Öxi?

Ég hef farið þarna um á hverju ári og stundum oftar en tvisvar. Í hvert skipti sem ég fer þarna um óska ég þess að nýr vegur verði lagður fyrir botninn og þá farið beint yfir fjörðinn frá Lindarbrekku. Kanski er það óframkvæmamlegt en ég hef þó grun um að þarna séu grynningar og kanski bara smá áll sem þyrfti að brúa.

Fyrst menn gátu farið beint yfir Gilsfjörðinn ætti þetta ekki að vera mikið mál að maður tali nú ekki um Mjóafjörð í Ísafjarðardjúpi.

Viðar Friðgeirsson, 16.9.2011 kl. 16:58

8 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Skiptir fjórðungs stytting leiðarinnar milli Hornafjarðar og Egilsstaða aðallega máli fyrir Reykvíkinga?  Svo er að sjá á einni athugasemdinni hér að ofan. Undarleg sýn á málið þar.

Ómar Ragnarsson, 16.9.2011 kl. 22:13

9 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Og síðan hin leiðin:  Vegurinn um Öxi styttir leiðina frá Egilsstöðum til Hornarfjarðar og áfram suður um 61 kílómetra. Síðan hvenær breyttust Héraðsbúar úr landsbyggðarfólki í Reykvíkinga?

Ómar Ragnarsson, 16.9.2011 kl. 22:17

10 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Vegurinn um Öxi styttir leiðina frá Héraði til Hornafjarðar um fjórðung og öfugt: Styttir leiðina frá Hornafirði til Egilsstaða líka um fjórðung, ekki satt. 

Samkvæmt einni athugasemdinni hér að ofan má alls ekki taka til greina þessa hagsmuni Hornfirðinga og Héraðsbúa vegna þess að þeir kynnu líka að vera hagsmunir annarra landsmanna, sem aka þessa leið og þá er svo voðalegt að einhverjir þeirra séu Reykvíkingar.

Niðurstaða: Það er skilyrði fyrir samgöngubótum á landsbyggðinni að tryggt sé að Reykvíkingar geti ekki notið þeirra líka.

Ómar Ragnarsson, 16.9.2011 kl. 22:24

11 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Afsakið að vegna þess að tvær athugasemdir mínar virtust ekki hafa ratað inn á bloggsíðuna, setti ég þær saman í eina, en síðan fóru þær allt í einu allar inn á sama tíma.

Ætli sú síðasta sé ekki skást. 

Ómar Ragnarsson, 16.9.2011 kl. 22:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband