18.9.2011 | 15:28
Siðfræði forréttindahópsins.
Siðfræði forréttindahópa byggist oft á því að vegna þess hve fáir einstaklingar séu í viðkomandi hópum muni þjóðfélagið ekkert um að lofa þeim að njóta auðsöfnunar og jafnvel að komast upp með að borga hlutfallslega minna til þjóðfélagsins en aðrir.
Nú virðist sem heill stjórnmálaflokkur í Bandaríkjunum ætli að halda þessari siðfræði fram, og það svo fast, að orðið "stríð" er nefnt um það að dirfast að snerta við þessu.
Ég var rétt í þessu að blogga um þetta og varla búinn að setja punktinn við næsta blogg á undan þessu, þegar "stríðsyfirlýsing" öldungardeildarþingmanns repúblikanaflokksins þrumar um öldur ljósvakans.
Sakar Obama um stéttastríð | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Greys ríka fólkið.....
Séra Jón (IP-tala skráð) 18.9.2011 kl. 16:00
Þetta lifir líka góðu lífi hér á landi í skjóli skjaldborgar Jóhönnu og Steingríms. Samhliða sérlegum skattaafstlætti og "löglegum" bóhaldsbrellum til handa þeim ríku þá eru stjórnmálamenn búnir að setja sig skör hærra en almúgan með ríflegum eftirlaunum á kostnað millistéttarinnar sem borgar. Eina sem stórnmálamönnum dettur í hug er að lækka lífaldur almúgans með gengdarlausum niðurskurði og lokunum á þjónustu í heilbrigðis og félagskerfinu.
Víða um heim þá grát-biðja miljónamæringar um að fá að taka mun meira þátt í samfélaginu á sama tíma og stjórnmálaflokkur á Íslandi auglýsir grimmt að hann ætli sér ÖRUGGLEGA að lækka skattana á þeim best settu komist þeir aftur til valda.
Eggert Sigurbergsson, 18.9.2011 kl. 16:22
Núverandi ríkisstjórn hefur reynt að láta þá sem meira eiga og afla, greiða hærra hlutfall í skatta en millistéttarfólk og láglaunafólk. Þetta var gert með auðlegðarskattinum og fjölgun skattþrepa. Þessi stefna stuðlar að meiri jöfnuði og betri en sú bilun sem viðgengst í Bandaríkjunum.
Kristján (IP-tala skráð) 18.9.2011 kl. 19:22
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.