19.9.2011 | 21:50
Hámark refskaparins.
Frakkar eru meðal þeirra sem hafa stutt herferðina gegn Gaddafi og í vikur og mánuði hefur hans verið leitað og reynt að koma honum fyrir kattarnef.
En enginn frýr honum vits, þótt mjög sé hann grunaður um græsku.
Nú kemur í ljós að Frakkar hafa léð honum huliðstjald sem veldur því að hann getur farið eins langt í átt til þess að vera ósýnilegur og nútíma tækni gerir kleift.
Enn eitt dæmið um það að meðan olíupeningarnir voru með í spilinu voru allir tilbúnir til þess að reyna að hafa hann góðan.
Og hinn slóttugi einvaldur nýtti sér það greinilega svo um munaði!
Gaddafi á torséðan jeppa | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
jóka þarf að fá einn svpna
gisli (IP-tala skráð) 20.9.2011 kl. 07:56
átti að standa svona
gisli (IP-tala skráð) 20.9.2011 kl. 07:57
Hann getur sem sagt keyrt tiltölulega "Óséður" um. Ekki á rykmakkar, og ekki án hjólfara, og ekki án einhverrar athygli. Og hvað verður svo um kappann ef að hann verður séður og fær í sig 500 punda NATO bombu? Jú, - steindauður.
GADDMOBILE reddar ekki öllu.
Jón Logi (IP-tala skráð) 20.9.2011 kl. 11:39
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.