20.9.2011 | 10:50
Eins og 1944 og 1918.
Fyrir lýðveldissstofnun fór fram þjóðaratkvæðagreiðsla um nýja stjórnarskrá. Það breytti því að vísu ekki að Alþingi varð að samþykkja hana á fundi sínum á Þingvöllum 17. júní svo að hún tæki gildi.
Yrirlýst var þá að gera yrði hið fyrsta nýja stjórnarskrá í takt við tímann og með þeim endurbótum sem bestar fyndust.
Þetta dróst í 67 ár, þrátt fyrir að margar stjórnarskrárnefndir væru fengnar til verksins.
Höfuðástæðan var líklega sú að vegna þess hve stjórnarskráin stendur starfi og högum þingmanna nærri, eiga þeir erfitt með að koma sér saman um hana.
Nú hefur verkið, sem helstu stjórnmálamenn og lögspekingar kölluðu eftir 1944, loks verið unnið.
Skoðanakönnun um þetta bendir til að mikill meirihluti þjóðarinnar vill að hið sama verði gert og 1944, - þjóðin fái að kjósa um stjórnarskrárfrumvarp Stjórnlagaráðs og auðvitað verður það svo þingsins, eins og 1944 að ganga frá málinu í samræmi við reglur gildandi stjórnarskrár.
1918 greiddi þjóðin atkvæði um sambandslagafrumvarp, sem hafði í för með sér miklar breytingar á stjórnarskrá áður en Alþingi gekk síðan frá því máli og Ísland varð frjálst og fullvalda ríki í konungssambandi við Danmörku.
Þetta var í raun stærsta skrefið í sjálfstæðismáli þjóðarinnar, því að í sambandslagasamningnum var ákvæði sem tryggði, að Íslendingar gætu gengið úr konungssambandinu eftir 25 ár, kysu þeir að gera það.
Þáttakan var ekki eins og mikil og 1944 og innan við helmingur kosningabærra manna samþykkti sambandslagafrumvarpið. Engu að síður voru úrslitin talin óvéfengjanleg.
Nú verður fróðlegt að sjá hvað verður ofan á í þetta sinn.
Mikill meirihluti vill þjóðaratkvæðagreiðslu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Það er skýr vilji að setja þetta í þjóðaratkvæði.
Við vonum bara að Alþingi hlustar á vilja þjóðarinanr.
Sleggjan og Hvellurinn, 20.9.2011 kl. 12:20
"Nú hefur verkið, sem helstu stjórnmálamenn og lögspekingar kölluðu eftir 1944, loks verið unnið." Segir Ómar.
Stjórnarskrá á ekki að vera dægurverkefni fólks út í bæ, sem ríkjandi stjórnvöld velja sér að hentugleikum.
Stjórnarskrá á ekki að vera pólitísk stefnuyfirlýsing, eins og margir í þessu "stjórnlagaóráði" virðast halda.
Gunnar Th. Gunnarsson, 20.9.2011 kl. 13:02
Stjórnaskrá á að vera plagg sem við almenningur. Íslendingar. vilja sjá og fara eftir.
ekki copy paste úr dönsku stjórnarskránni.
einsog sú núverandi.
Sleggjan og Hvellurinn, 20.9.2011 kl. 13:35
Íslendingar höfðu Dani yfir ákv. málum eftir 1918, t.d. utanríkismál & landhelgismál (það litla sem var). Því lauk þann 9. september 1940, þegar að kvöldi var ljóst að ekki yrði samband við Danmörku vegna hernáms Þjóðverja.
Í raun er það eftir fund að kvöldi 9/9 1940 sem Ísland var orðið sjálfstætt og fullvalda ríki. Smá breyting 10/5 1940, og svo viðurkenningin með Bandaríkjamenn í fararbroddi 1944.
Smá skoj með Dönsku stjórnarskrána, sem vissulega er fyrirmynd að okkar, - hún er afar lík gömlu þýsku stjórnarskránni svo best ég veit, - en smá breyting á þeirri gerði marga hluti mögulega.
Og Gunnar:
"Stjórnarskrá á ekki að vera dægurverkefni fólks út í bæ, sem ríkjandi stjórnvöld velja sér að hentugleikum."
Dægurverkefni? Fólk sem var valið af ríkjandi stjórnvöldum?
Annað hvort ertu svona vitlaus eða svona stríðinn, - ég vona hið síðarnefnda. Stjórnlaga-fólkið var jú kosið í opinni kosningu og hefur verið í puði við að búa til bunka af tillögum, sem svo annað hvort verða nýttar eður ei. Það mun verða þjóðin sem hefur úrslitavald þar um.
Eitthvað kostar það að vísu, þannig að óskandi er það að eitthvað komi út úr þessu verki. Og það mun gerast, því að verði breytingar verða gerðar þá er það einhver niðurstaða, ef að ný stjórnarskrá verður til, þá er það afgerandi niðurstaða, og ef að ekkert verður nýtt, þá er það líka mjög afgerandi niðurstaða.
Það er búið að velta við steini og gá hvað er undir.
Jón Logi (IP-tala skráð) 20.9.2011 kl. 16:04
" Stjórnlaga-fólkið var jú kosið í opinni kosningu...."
Ekki alveg rétt hjá þér, Jón Logi, það voru engar kosningar.
Gunnar Th. Gunnarsson, 20.9.2011 kl. 17:55
Ég man nú eftir mér sjálfum, kjósandi þessa kássu af fólki í kjörklefa. Það voru reyndar fáir sem ég kaus sem komust inn, og margir sem ég hefði frekað kosið í gapastokk heldur en að sjá þá standa að þessari smíði.
Hengi maður sig á hálmstrá, þá kaus maður ekki til til þessarar nefndar akkúrat, en engu að síður kusu landsmenn í þessa veru.
Jón Logi (IP-tala skráð) 20.9.2011 kl. 18:02
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.