Snilld forfeðra okkar.

Víkingaskipin til forna og skip margra svonefndra frumstæðra þjóðflokka voru í raun vísindaleg snilldarsmíð þannig að betur verður ekki gert í tölvulíkönum nútímans. .

Lag langskipanna var háþróað með tilliti til lágmarks mótstöðu þannig að ræðarnir gátu róið þeim á ævintýralegum hraða.

Þegar Thor Hayerdal lét smíða Kon-tiki flekann til siglingar yfir Kyrrahaf þótti honum skrýtið að samkvæmt fyrirmyndinni áttu stögin, sem héltu flekanum og mastri hans saman, að vera afar slök og sama var að segja um festingarnar og bindingarnar sem bundu trjábolina saman.

Heyerdal lét því stögin og festingarnar vera stinn svo að flekinn hefði nægan styrk og gæfi ekkert eftir.

Þegar byrjað var að sigla flekanum kom hins vegar í ljós, að þegar hann var kominn út á sjávaröldurnar, nögðu stögin og bindingarnar sig smám saman inn í trjábolina og eyðilögðu flekann.

Fornmennirnir höfðu nefnilega get ráð fyrir því að flekinn gæti verið sveigjanlegur á öldunum og höfðu slakann á stögunum og bindingunum í samræmi við það.

Eftir að nýr fleki hafði verið gerður eftir þessari fyrirmynd gekk allt upp og flekinn hreyfði sig og vatt upp á sig eins og lifandi vera á öldum Kyrrahafsins án þess að stögin nöguðu hann í sundur.

Sumir flugvélahönnuðir á liðinni öld eins og hönnuður ítölsku Partenavia flugvélanna þurftu ekki vindgöng til að prófa flugvélarnar sem þeir hönnuðu til þess að þær flygju eins og best yrði á kosið.

Eitt besta dæmið um það var Partenavia Victor sem var búin tveimur 200 hestafla hreyflum. Hún var með fastan hjólabúnað, sem ekki var hægt að taka upp, en flaug samt hraðar með hjólin niðri en jafnstór bandarísk vél af gerðinni Piper Seneca af sömu stærð með sömu hreyfla, sem tók hjólin upp.


mbl.is Stærsta víkingaskip í heimi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ertu alveg viss um að Heyerdal hafi smíðað Kon Tiki tvysvar? ( er ekki flott að hafa ufsilon á eftir vaffi?)  Hvers vegna ætli hann hafi ekkert getið um það í bókinni sinni um leiðangurinn?

Getur verið að hinsvegar hafi hann smíðað papýrusbátinn Ra í tvígang?

En kannski misminnir mig um þetta, eða kafla hafi vantað í mitt eintak.

Þorvaldur Sigurðsson (IP-tala skráð) 26.9.2011 kl. 08:57

2 Smámynd: Jakob Ágúst Hjálmarsson

Sannarlega voru víkingaskipin langþróuð undrasmíð. Á siglingu náðu þau vel 12 mílna hraða því langskipin "plönuðu" ef þau voru ekki mjög þunghlaðin. Þau voru belgvíð og grunnskreið og mátti ganga af þeim á pöllum þurfóta í laand væri þeim lagt flötum með fjöru. Seglabúnaðurinn leyfði háa siglingu svo sagt var að þeir sigldu mót vindi. Siglingafræðiþekking formannanna var svo góð að þeir gátu siglt á nadkenningar frá austur Írlandi á Reykjanes (Hlymreksleið)og frá Noregi að Hvarfi án viðkomu ef svo bar undir. Flott.

Jakob Ágúst Hjálmarsson, 26.9.2011 kl. 11:37

3 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Þeir vissu líka að stysta siglingaleið frá Noregi til Íslands var frá Stað.

Nú er meira en hálf öld síðan ég las bók Thors Heyerdals um Kon-tiki og ég man ekki nákvæmlega hvort eða að hve miklu leyti hann endurbyggði flekann eða endurbætti hann.

Hitt man ég vel að hann varð að slaka á stögum og böndum til að koma í veg fyrir þau söguðu flekann í sundur.

Ómar Ragnarsson, 26.9.2011 kl. 12:19

4 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

merkilegur maður Thor. skal ekkert segja um Kon-tiki fleygið, en hann lét líka smíða svokallaða papyrus/reed báta að fornri fyrirmynd og sigldi frá Miðjarðarhafi til Barbados. Hétu Ra og RaII. Sá fyrri var smíðaur af bátamönnum í Chad held ég en áhöfnin gerði nokkrar breytingar á honum sem mislukkuðust. Komst eitthvað áleiðis. þá losnaði báturinn eitthvað í sundur. Seinni var smíðaður í Boliviu (en furðu lík smíði og Egypsku bátarnir eru í S-Ameríku, að mér skilst, og líka bara á Páskaey, minnir mig). Þá komst hann til Barbados á eitthvað 50-60 dögum.

Hægt að lea um þessa payrus/reed báta hérna. Alveg magnað:

http://en.wikipedia.org/wiki/Reed_boat

Ómar Bjarki Kristjánsson, 26.9.2011 kl. 13:05

5 Smámynd: Valdimar Samúelsson

Víkingaskipin voru líka smíðum með þeirri hugmynd að þau yrðu flex og gæfu eftir. Siglingamálastofnun lét breyta þessu á knörrini Íslending.

Valdimar Samúelsson, 26.9.2011 kl. 13:11

6 Smámynd: corvus corax

Lét ekki Siglingamálastofnun breyta þessu á knerrinum Íslendingi?

corvus corax, 26.9.2011 kl. 14:15

7 Smámynd: Valdimar Samúelsson

Ég stóð í þeirri meiningu en ég vissi að þeir settu út á þessa kubba sem áttu að gefa eftir. 

Valdimar Samúelsson, 26.9.2011 kl. 14:37

8 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Já, Gunnar skipstjóri grínaðist með það að ef Siglingamálastofnun hefði verið til í Noregi fyrir rúmum ellefu hundrað árum hefðu skip landnámsmanna aldrei fengið haffærnisskírteini!

Ómar Ragnarsson, 26.9.2011 kl. 19:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband