26.9.2011 | 18:54
Hinir fátæku hjálpi þeim ríku !
Ekki þarf annað en að líta á hagtölur til að sjá að Kinverjar eiga enn langt í land með að koma á svipuðum almennum lífskjörum tíðkast á Vesturlöndum.
Þótt æ fleiri Kínverjar hafi það gott og séu ríkir og með svipuð lífskjör og ríkja á Vesturlöndum, er það aðeins tiltölulega lítill hluti kínversku þjóðarinnar sem nýtur slíks.
Kínverjar eru, þegar á heildina er litið, fátæk þjóð á vestrænan mælikvarða, þróunarland eins og það er kallað.
Þess vegna er það dálítið skondið þegar vesturlandabúar heimta að Kínverjar hjálpi þeim út úr skuldavanda og kreppu, sem er algerlega heimatilbúin í kjölfar græðgi og ábyrgðarleysis.
Rætt um Kína sem bjargvætt | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.