27.9.2011 | 09:47
Merkur áfangi fyrir íslenska fjölmiðlun.
Tvær tilnefningar til Emmy-verðlauna er mikil viðurkenning fyrir íslenska fjölmiðlun og kvikmyndagerð.
Þótt verðlaunin hafi falli í skaut annarra er ástæða til að gleðjast yfir tilnefningunum og minnast þess að fréttastofa RUV hreppti verðlaun Samtaka evrópskra sjónvarpsstöðva fyrir umfjöllun sína um eldgosið í Eyjafjallajökli.
Ég varð vitni að því á vettvangi þeirra hamfara hve undrandi besta fagfólk stærstu erlendu sjónvarpsstöðvanna varð yfir alhliða fagmennsku og færni íslenskra starfsystkina sinna, ekki aðeins við fréttaöflun, kvikmyndatöku, miðlun frétta og dagskrárgerð, heldur einnig við fyrirgreiðslu og tæknilega aðstoð við hið erlenda fjölmiðlafólk.
Það hefur verið ævintýri líkast að fylgjast með hinum stórstígu framförum á þessu sviði hér allt frá stofnun Sjónvarpsins 1966 og forréttindi að hafa mátt vera inni í hringiðu þeirra allt frá fyrstu árum þess.
Emmy-verðlaun ekki til Íslendinga | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.