Yndislegt að heyra.

Ég kynntist Þuríði Sigurðardóttur fyrst þegar ég gerði fyrir hana texta fyrir fyrstu plötuna, sem hún söng inn á, aðeins 17 ára gömul "unglingastjarna".

Síðan tók við samstarf með henni, Magnúsi Ingimarssyni og Vilhjálmi Vilhjálmssyni á héraðsmótum Sjálfstæðisflokksins um allt land og æ síðan, meðal annars í Áramótaskaupinu 1967, sem var fyrstu árin dálítið öðruvísi en síðar, - hugsað sem kabarett eða revía.

Á árunum 1976 til 1979 lék hún stórt hlutverk í Sumargleðinni og síðan þá hefur hún verið einn af mínum bestu vinum, skemmtileg, uppbyggileg og gegnheil.  

Varla er hægt að hugsa sér betri mótsöngvara í dúett en hana.

Það er yndislegt að heyra að tónleikarnir gangi vel hjá henni.  Einn af mörgum textum sem ég hef gert fyrir hana kom fyrir tilviljun upp í hugann fyrir tveimur dögum, en það var íslenskur texti við lagið Blue Bayou, sem hún söng alveg sérstaklega vel í þætti Hemma Gunn á sínum tíma.

Nú hef týnt þessum texta en mikið væri gaman ef hún fyndi hann fyrir mig, að ég nú ekki talaði um ef hún syngi hann á ný.

 


mbl.is Þuríður Sigurðardóttir fær krílið lánað reglulega
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband