2.10.2011 | 01:20
"Veturinn er erfiður mér..."
Ofangreinda setningu söng Vilhjálmur Vilhjálmsson, lag og texti Magnúsar Éiríkssonar, og miklar líkur eru á því að það sama muni verða að segja um Landeyjahöfn í framtíðinni.
Eftir því sem lengra líður frá gosinu í Eyjafjallajökli verður erfiðara að kenna því um sandburðinn.
Og ekki verður séð að sífellt tal í fyrra um óvenjulegt veðurlag sem orsök hafi átt við rök að styðjast.
Ísland er einfaldlega vindasamasti staður á norðurhveli jarðar á veturna og ekkert óeðlilegt við til dæmis haustveðrið, sem nú er gengið í garð.
Það sem nú hefur komið í ljós hefur verið fyrirsjáanlegt, þótt menn hafi átt erfitt með að viðurkenna það.
Sumrin hafa verið óvenju þurr og góðviðrasöm síðustu árin og því liggur beinast við að álykta sem svo, að Landeyjahöfn verði mikilvægt samgöngumannvirki fyrir Vestmannaeyjar á sumrin þegar ferðamannastraumurinn og umferðin eru sem mest.
Hitt verðum við hins vegar líklega að sætta okkur við að höfnin verði lokuð stóran hluta af vetrinum og ekkert við því að gera, því að það er ekki aðeins firnadýrt að reyna að halda henni opinni, heldur einnig ómögulegt langtímum saman.
Úr því sem komið er tjóir ekki að fást um þetta heldur að vinna sem best úr þessu og líta á þau jákvæðu áhrif, sem höfnin hefur haft og mun hafa meirihluta ársins.
Landeyjahöfn að lokast á ný | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.