Sumrin og haustin hafa lengst.

Undanfarinn áratug hefur hlýnandi veðurfar meðal annars birst í því að það hefur vorað fyrr og haustað seinna en áður var.

Kalt vor í ár var að vísu undantekning frá þessu, en hlýtt haust núna og hlýr ágúst eru á sínum stað og athyglisvert var að heyra í fréttum úr Húnaþingi á dögunum að met fallþungi væri þar mældur í sláturhúsi.

Menn höfðu nefnilega búist við rýru fé af fjalli vegna hins kalda vors.

Einnig hefur verið fróðlegt að heyra fréttir af því hvernig fuglar hafa nýtt sér hlýtt síðsumar og haust til að seinka för sinni af landi brott.

 


mbl.is Hlýr september kvaddi með miklum hlýindum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ekki að það skipti máli fyrir þjóðina, en hér norðanlands hafa undanfarin vor alls ekki verið hlý og það hefur haustað fyrr en áður nú í nokkur ár. Þetta er reyndar í samræmi við þau reiknilíkön, sem notuð hafa verið til að spá fyrir um afleiðingar hnattrænnar hlýnunar og áhrif þeirra hér á norðanverðu Atlantshafi.

Þorkell Guðbrands (IP-tala skráð) 2.10.2011 kl. 08:55

2 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Þrátt fyrir þetta hefur meðalhiti á norðanverðu landinu verið hærri síðustu ár en áður var, þótt hlýnunin hafi frekar gagnast Sunnlendingum.

Ég vil minna á að féð, sem kom svona vænt af fjalli, gekk á afréttum Norðlendinga.

Þar sem ég var í sveit, í Langadalnum, eru veturnir miklu snjóléttari en áður var.

Og það er áberandi hvað tiltölulega hlýjar norðaustanáttir eru algengar nú, en voru lítt þekkt fyrirbæri hér í den.

Ómar Ragnarsson, 2.10.2011 kl. 17:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband