Ekki hægt án einhverrar ástæðu.

Háð getur stundum verið eitt beittasta vopnið, sem beitt er í í ádeilu í umræðum og fjölmiðlum. Háðið virkar þó yfirleitt ekki sem ádeila nema einhver fótur sé fyrir henni.

Þýska grínblaðið Titanic þarf að hafa eitthvað í höndunum til þess að efna til ósmekklegrar og illkvittinnar ádeilu hjá stórþjóð á hendur fjarlægri örþjóð.

Því miður hefur tímaritið fundið áþreifanlegan eldsmat, þá staðreynd að íslensk fjármálafyrirtæki skildu eftir sig sviðna slóð upp á 8-9 þúsund milljarða króna, sem þýskir sparifjáreigendur töpuðu á falli hinna íslensku banka.

Evrópska regluverkið, sem gerði þetta mögulegt, var að vísu á ábyrgð Þjóðverja eins og annarra aðila að EES-samningnum. En háðið spyr oft ekki um nákvæmar útlistanir.

Það sem upp úr stendur var að þetta voru íslensk fyrirtæki, sem nutu velvilja íslensku þjóðarinnar að því er séð varð. Örfáir gagnrýnendur þessa voru taldir vera úrtölumenn og kverúantar.

Íslensk stjórnvöld og eftirlitsaðilar sváfu á verðinum, og þótt segja megi að þýskir eftirlitsaðilar hefðu átt að halda sinni vöku, er það alltaf nafn Íslands, sem kemur upp í sambandi við þessi ósköp.

Íslendingar hafa ávallt notið og njóta enn almennt sérstakrar velvildar Þjóðverja og fáar þjóðir bera jafn mikla virðingu fyrir landinu, sem okkur hefur verið falin umsjá yfir og afreka okkar við varðveislu norræns menningararfs.

Þess vegna er sárt ef illskeytt háðsádeila þýsks grínblaðs varpar skugga á samband þjóðanna.

En við verðum að skilja, að við getum ekki í ljós þess ófarnaðar, sem varð í Þýskalandi af völdum íslenskra fyrirtækja, krafist þöggunar um það sem gert hefur verið í nafni Íslands á erlendri grund.

Eða man einhver eftir auglýsingaherferðinni hér um árið þegar rándýr breskur leikari lék hlutverk á móti Randveri Þorlákssyni þar sem hin íslenska útrás og fjármálasnilld var mærð í hástert af leiftrandi húmor?  Stundum getur slíkt orðið að bjúgfleyg (boomerang) í höndunum á mönnum.


mbl.is Úthúða Íslandi á bókamessu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Eg held ad thessi keppni i Islandsgrini, se fyrst og fremst vidbragd vid thvi flodi af jakvaedri umfjöllun, sem fyllt hefur thysku blödin i addraganda bokamessunar i Frankfurt.  Thad kom t.d. serblad um bokmenntir med Die Zeit i vikunni thar sem var löng umfjöllun um Island og vidtöl vid islenska rithöfunda. Og allt super-jakvaett. Svo eg held ad thessir thysku "spefuglar" seu fyrst og fremt ad gera grin ad öllu Islandslofinu her i Deutschland.

Atli Antonsson (IP-tala skráð) 8.10.2011 kl. 12:46

2 Smámynd: Halldór Egill Guðnason

Ómar minn.: Þú gleymir einu í umfjöllun þinni.: Það voru fyrst og fremst þýskir bankar og vogunarsjóðir sem lánuðu til Íslands. Enda munu þeir hinir sömu tapa mest og kemur þar vel á vondann. Þeir eiga tapið svo sannarlega skilið. Hins vegar er allt það fé sem flestir telja hrikalegar upphæðir í öllu þessu "hruni" aðeins skiptimynt í viðskiptum þýskra banka og vogunarsjóða. Getur verið að sú innspýting sem átti sér stað inn á fjármagnsmarkaðina hafi verið eftirlegufé seinni heimsstyrjaldarinnar? Spyr sá sem ekki veit. Hvaðan kom þetta fé?

Halldór Egill Guðnason, 8.10.2011 kl. 21:50

3 Smámynd: Halldór Egill Guðnason

Hvað er annars að því að gert sé grín að þessari þjóð? Býr hér heimsins gáfaðasta þjóð, eða erum við bara eftirsleikjur þjóðrembings sem gortar að því á tillidögum að víg, handritaritun og annað einskisnýtt drasl sé okkar helsta vegfrerð? Vonandi verða gefin út gamanmál um íslendinga í 12 bindum í Þýskalandi. Þeirra vogunarsjóðir og tanngullfylltu eftirstríðsárabankar eiga það svo sannarlega skilið.

Halldór Egill Guðnason, 8.10.2011 kl. 23:10

4 identicon

Það er náttúrlega hið besta mál að hleypa
þessari samkundu í Frankfurt almennilega upp
og skenkja mönnum hreinan spíritus svo þeir
geti orðið snarvitlausir hið fyrsta og hætti að skjala
hvorir aðra en njóti þess sem önnur glugghross
við viðlíka tækifæri að fá einn velgóðan beint á granirnar!
Hvað var Halldór Laxness af öllum mönnum að hugsa
að láta sér detta í hug að fara að yrkja lofkvæði um
Vilhjálm II Þýskalandskeisara, - sami maður sem ætíð
neitaði því að nokkurra erlendra áhrifa gætti í
gjörvöllu ritsafni sínu.
Endilega að gera sér glaðan dag og skála í 98%
spíritus fyrir Vilhjálmi II. Menn gætu átt loks góðan
dag þarna og séð sólina brjótast í gegnum slepjuskýin.
Og fengið sér svo Bitter við verstu timburmönnunum!

Húsari. (IP-tala skráð) 8.10.2011 kl. 23:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband