16.10.2011 | 07:09
Með því lúmskasta sem gerist.
Ég var að koma akandi frá Sauðárflugvelli á Brúaröræfum í gærkvöldi og í nótt og hef sjaldan lent í eins lúmskri hálku og víða var á leiðinni ofan úr Norðurárdal til Reykjavíkur.
Ferðalagið fór ég vegna þess að veturinn er að bresta á af fullum þunga annað kvöld og aðra nótt, og þurfti ég því að sækja gamla Súkku upp á flugvöllinn, sem ég hef haft þar til taks í sumar, og koma honum til byggða.
Spáð er arfaslæmu veðri þarna á Brúaröræfum aðra nótt og þá mun hugsanlega snjóa það mikið að völlurinn opnist ekki aftur fyrr en næsta vor.
Vonandi fer enginn flatt á þessari mjög svo lúmsku hálku og ljóst er að héðan af þurfa ökumenn að fara að taka komu Vetrar konungs með í reikninginn.
Blogga kannski nánar um þetta ferðalag á morgun með myndum og tilheyrandi.
Hætta á ísingu á vegum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.