Allur pakkinn!

Líkamsþjálfun og rétt þyngd skipta máli á miklu fleiri sviðum en virðist í fljótu bragði. Nefnum nokkur dæmi:

Meiri vellíðan líkamlega. Auðveldara að framkvæma flest það sem daglegt líf og vinna krefst. 

Meiri andleg vellíðan: Á meðan maður er í líkamsrækt eða hollri hreyfingu örvar það skapandi hugsun og veitir andlega ró. 

Krefjandi áskorun sem nautn er að takast á við og ná árangri í. 

Gott meðal við ýmsum sjúkdómum. Flestir áhrif á hjarta- og æðakerifi en tengsl offitu við áunna sykursýki eru þekkt og til dæmis slæm áhrif á þindarslit og bakflæði og sömuleiðis slæm áhrif á hrygginn. Sama er að segja um hné og önnur liðamót. 

Mín reynsla er sú að besti tíminn fyrir góða líkamsrækt sé á kvöldin. Það getur verið bæði sálarlega og líkamlega eins og vinda skítugan svamp og láta hann soga í sig hreint vatn á eftir. 

Eftir slíkt sofnar maður eins og barn. 


mbl.is Sjálfstraustið hefur aukist til muna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhanna Magnúsdóttir

Svo sannarlega rétt, andinn hefur áhrif á líkamann og líkaminn á andann.  Þegar okkur líður vel stöndum við teinrétt, en þegar okkur líður illa verðum við hokin. Það er hægt að upplifa bæði offitu og anorexíu á sálinni, ekki síður en á líkamanum.

En þú ert flott fyrirmynd Ómar, ræktar bæði anda og líkama, - takk fyrir það! 

Jóhanna Magnúsdóttir, 16.10.2011 kl. 16:22

2 identicon

Hvergi í víðri veröld er talað eins mikið um “ræktina”, einkaþjálfara, fæðubótarefni og hér á skerinu. En þrátt fyrir allan hávaðan um líkamsrækt og allt sem henni tengist er óvíða eins mikið um “obesity” og hér, en það er eitt það fyrsta sem útlendingar taka eftir. Þetta hefur mikið með íslenskan mat að gera, sem er mjög kaloríu ríkur, en einnig og ekki síður með hallærislega sjoppu menningu og svo allt gos þambið, sem er með ólíkindum. Samt eigum við gott drykkjarvatn beint úr krana. “Remote control” kynslóðin verður ekki eins langlíf og þær sem á undan gengu og það vegna offitu.

Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 16.10.2011 kl. 17:24

3 Smámynd: Sævar Helgason

Ég lenti í því í sumar að stíga á vigt-sem ég hafði ekki gert í nokkur ár. Öll föt voru orðin of þröng . Ég hélt að ég væri svona 3-4 kg yfir kjörþyngd. Annað kom í ljós. 18 kg yfir kjörþyngd sagði vigtin -áfall. Nú voru öll... ráð dýr. Byrjaði á að strika allt út sem hét sykur og gosdrykkir. Tók upp langa göngutúra að hverjum degi - nú að meðaltali um 10 km/dag. Og núna að 2.5 mánuðum liðnum hefur orðið sá árangur að 12 kg eru fokin af. Gengnir hafa verið 560 km og eytt í það 44200 kcal. ásamt minni matarneyslu. Nú á ég bara eftir að losna við 5-6 kg-og kjörþyngd er náð.

Með viljann að vopni næst árangur.

Þetta er sennilega elsta aðferð sem til er- til þess að verða bæði grannur og hraustur

Sævar Helgason, 16.10.2011 kl. 19:07

4 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Ég hef ekki þyngst í þrjú ár en verð samt að gera betur, þyrfti að ná af mér ca 6 kílóum.

Ómar Ragnarsson, 18.10.2011 kl. 00:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband