Nýtt: Hvað eftir annað hlý norðaustanátt.

Sú var tíðin að spá um norðaustanátt vakti hjá manni hroll, enda var þessi vindátt yfirleitt mjög köld og alger undantekning ef svo var ekki.

Síðustu ár hefur orðið breyting á þessu. Hvað eftir annað gerist það að það hlýnar jafnvel þegar norðaustanáttin ryður sér braut.

Ástæðan sýnist vera sú að sjórinn sé hlýrri fyrir norðan átt en áður var og því eiga hlýir loftmassara sem þenja sig út til norðvesturs frá Evrópu, auðveldara en áður með að komast svona langt norðvestur um Atlantshas.

Niðurstöður hinnar óháðu rannsóknar hvað það varðar að það hafi hlýnað yfir Norður-Atlantshafi ættu ekki að koma Íslendingum á óvart á meðan jöklarnir hérna minnka stanslaust ár frá ári.


mbl.is Óháð rannsókn staðfestir hlýnun jarðar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband