25.10.2011 | 19:20
Mergurinn málsins.
Það er mergurinn málsins sem bankastjóri Arionbanka segir að þegar bankar taka fyrirtæki að sér vegna skulda skekki það óhjákvæmilega samkeppnisstöðu.
Þess vegna er það brýnt að bankarnir fari að þeim reglum að láta þetta ferli ekki lengra en eitt ár eins og mælt er fyrir í lögum. En það hafa þeir ekki gert, en er að því leyti til vorkunn, að þegar efnahagshrun verður er erfitt að finna kaupendur þegar hundruð fyrirtækja verða gjaldþrota.
Sem dæmi um "skekkta samkeppnisstöðu" má nefna að nokkur af stærstu bílaumboðunum eru nú í eigu bankanna. Vel rekin umboð eins og Suzuki umboðið upplifa stöðu sína eins og að verið sé að refsa þeim fyrir að hafa stundað hófsaman og aðhaldssaman rekstur.
Þeir sem komast í þá aðstöðu að njóta pilsfaldakapítalismans eða "kapítalisma andskotans" eins og einhver kallaði það, geta oft auglýst meira og jafnvel þanið reksturinn út í skjóli þess að hafa fengið að sleppa við stærstan hlutann af afleiðingunum af misheppnuðum rekstri
Síðan er sú hlið málanna að bankar séu meira eða minna í eigu erlendra kröfuhafa, og þenjist eignakerfi bankanna út vaknar spurningin um það hvort stór hluti eignarhalds íslenskra fyrirtækja sé að færast úr landi, jafnvel meirihlutinn í náinni framtíð.
Óhjákvæmileg áhrif á samkeppni | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.