Viðskiptasnilldin blómstrar áfram.

Viðskiptaráð ályktaði í miðri græðgisbólunni að Íslendingar hefðu ekkert að sækja til Norðurlandanna hvað varðaði fjármálastarfsemi, - svo mikið framar stæðum við bræðraþjóðum okkar.

Enda hömuðumst við vði að kaupa flugfélög og fræg vöruhús og hótel.  

Flesti talsmenn þjóðarinnar með forseta okkar í fararbroddi mærðu hina nýju stóru útrás og jöfnuðu henni við afrek víkinganna fyrir þúsund árum.

Í fjármálahverfum stórborga Evrópu urðu hinir íslensku nýgræðingar umtalaðir fyrir hroka í garð fólks sem þar hafði að baki margra áratuga og jafnvel meira en aldar gamla reynslu.

Þeirra vinnubrögð og starfsaðferðir þótti íslensku snillingunum vera úrelt.

Snilld okkar á þessu sviði var algild eins og stóriðjustefna "lægsta orkuverðs í heimi" bar glæst vitni um.

"Íslenska viðskiptasnilldin og efnahagsundrið"hefur eftir Hrun orðið að aðhlátursefni víða um lönd, enda er hið gamla máltæki grimmt: sekur er sá einn sem tapar.

Nú virðist sem snilld Íslendinga í húsabraski hafi líka fengið falleinkun ef marka má það ef kaupendur af íslenskum glæsibústöðum sendiráða geti grætt allt upp í milljarð króna á að kaupa þá af Íslendingum. Já, það á ekki af okkur að ganga í þessum efnum.


mbl.is Aftur til sölu en 70% dýrari
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Aðalsteinn Agnarsson

Tækju aðrir við fiskimiðunum gætu þeir náð aflanum upp um mörghundruðþúsund tonn, almenningur fengi aftur mannréttindi, að geta sótt sjó á litlum bátum og fénýtt aflann.

Aðalsteinn Agnarsson, 25.10.2011 kl. 21:05

2 Smámynd: Ómar Bjarki Smárason

Það myndi kóróna snilldina ef við keyptum nú þennan glæsilega bústað aftur á 70% hærra verði en hann var seldur á fyrir 2 árum....!

Ómar Bjarki Smárason, 26.10.2011 kl. 12:24

3 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Með sama áframhaldi þá mun það gerast Ómar Bjarki.

Sigurður Haraldsson, 27.10.2011 kl. 07:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband