Verður að bjarga því sem bjargað verður.

Í ljós hefur komið að Landeyjahöfn er of lítil og grunn og hugsanlega ekki á alveg réttum stað.

Menn voru að reyna að spara peninga en nú kemur í ljós að borga verður þann sparnað til baka með hentugri ferju.

Höfnin hefði þurft að vera stærri til þess að gagnast Herjólfi og um það gildir hið gamla orðfæri að ferjunni var of þröngur stakkur skorinn.

Ef ekki er hægt að stækka og bæta höfnina verður að laga ferjuna, sem notar hana, að höfninni.

Um það að höfnin sé of lítil þýðir ekki að fást úr því sem komið er heldur að sjá hvernig hægt verði uppfylla þá frumskyldu samfélagsins við Vestmannaeyinga að þeir njóti þeirra samgangna við aðra landshluta sem nútíma samfélag krefst og veitir þeim mesta mögulegt jafnrétti á við aðra landsmenn.

Samgöngur til Eyja eru heldur ekki einkamál Eyjamanna því að bættar samgöngur þangað gagnast þjóðfélaginu í heild á ýmsan hátt.

Þannig eru eyjarnar einstæðar á heimsvísu og geta orðið mun meira aðdráttarafl fyrir ferðafólk en nú er ef samgöngurnar eru tryggari og betri en nú er.   


mbl.is Eimskip frumhannar nýja ferju
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Mér finnst það magnaðast að ekki finnist nema 2 ferjur á hnattkúlunni sem falar væru, þegar ekki þurfti að leita út fyrir landsteinana til að finna eina.

Bara spurning um $$$

Jón Logi (IP-tala skráð) 30.10.2011 kl. 10:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband