31.10.2011 | 16:41
Betra að hafa þetta neglt í stjórnarskrá.
Bretar hafa enga sérstaka stjórnarskrá, heldur byggist þeirra kerfi á venjulegum lögum og venjum.
Þetta veit Karl prins af Wales mætavel og þar með að ef til hans hefur verið leitað nógu oft til að fá samþykki hans fyrir lagasetningu um ýmis mál getur myndast um það lagaleg hefð.
Væri hins vegar mælt fyrir um þetta í stjórnarskrá þyrfti þetta ekki að verða að neinu vafaatriði.
Raunar er engin stjórnarskrá né lög svo afdráttarlaus í hvívetna að ekki geti komið upp deilur um túlkun á þeim. Annars þyrftu menn ekki á dómstólum og stjórnlagadómsstólum að halda.
En því betur sem um hnúta er búið, því minni hætta er á alvarlegum uppákomum.
Prinsinn með neitunarvald | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.