Ánægjulegar athafnir.

Kirkjur landsins skapa góða umgerð yfir ánægjulegustu helgiathafnir fjöskyldulífsins sem eru skrírnir, fermingar og hjónavígslur.  

Í hjónavígslunum fá að vera í friði ýmsar hefðir, sem báru kannski í upphafi svolítiinn keim af kynjamisrétti fyrri alda, svo sem það eitt að tala um brúðkaup, en það orð er með svolítið kaupahéðinsblæ,- verið að kaupa brúði handa karlmanni, og seljandinn leiðir "varninginn" inn eftir gólfinu.

Auðvitað tekur þetta enginn svona og það eru einhverjar ánægjulegustu stundirnar í lífi mínu að fá að leiða dætur mínar upp að altarinu og fela þær í sambúð með góðum tengdasonum.

Og mér finnst það einstaklega skemmtilegt þegar konur sitja öðru megin í kirkjunni og karlar hinum megin.

Tónlistin er yfirleitt ánægjuleg þótt einstaka sinnum geti smekkurinn verið sérkennilegur.

Yfirleitt þurfa prestarnir ekki að skipta sér af henni, nema að hún sé einstaklega óviðeigandi, eins og til dæmis hér um árið þegar brúðhjónin vildu endilega að uppáhaldslag þeirra með Engilbert Humperdink yrð spilað: "Please, release me, let me go!"

Ekki fer hinsvegar sögum af því hvort presturinn hafi boðið þeim að nota lagið við sérstaka skilnaðarathöfn, ef þau myndu skilja.


mbl.is Gekk grímuklædd upp að altarinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Þessi "útfærsla" á brúðkaupi er ekki minn tebolli

Ertu viss um að orðið "brúðkaup" hafi eitthvað með kaupmennsku að gera? Að karlmaðurinn "kaupi" sér brúði?

Nei, andskotinn! Frekar "kaup, kaups" í mesta lagi

Gunnar Th. Gunnarsson, 1.11.2011 kl. 02:21

2 identicon

Tebolli?  Ekki er hugsað hér á ensku?

Og „brúðkaup“ er einmitt hugsað sem kaup á brúði og vísast þar í ævagamla brúðkaupssiði.  Þar má til dæmis nefna undirbúning þess að Hrútur Herjólfsson kvæntist Unni Marðardóttur og lagði fram 60 hundruð til að kaupin mættu ganga fram, eða hub. 60 kýrverð.  Má um þetta lesa í Njálu, en svo eru víðáttumörg önnur dæmi til um þetta orð og merkingu þess.  En vitaskuld er þessi notkun andfemínísk og er gott til þess að vita að femínísk viðhorf eiga upp á pallborðið á Austfjörðum.

Þorvaldur Sigurðsson (IP-tala skráð) 1.11.2011 kl. 13:59

3 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Kaup getur líka þýtt samningur, s.s. kaupmáli

Gunnar Th. Gunnarsson, 1.11.2011 kl. 14:28

4 identicon

Kaup þýðir að eitthvað er keypt.  Til dæmis brúður.  Kaupmáli þýðir hins vegar samningur um kaup, og er gjarnan viðhafður ef eitthvað óvenjulegt er um peningamál í sambandi við stofnun hjónabands.  Húsakaup þýðir að hús er keypt. Bílakaup þýðir að bíll er keyptur.  Brúðkaup þýðir að brúður er keypt.  Og framhjá því verður ekki komist.  

Þorvaldur Sigurðsson (IP-tala skráð) 1.11.2011 kl. 15:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband