Meira en tvö þúsund tonn af fitu ?

Ef þeir Íslendingar, sem vaxnir eru úr grasi eru að meðaltali 10 kíló yfir kjörþyngd, samsvarar það alls meira en 2000 tonnum af hreinni fitu !

Íslenskir flugfarþegar innanlands eru líkast til nokkuð fleiri en þetta á hverju ári, en ef Flugfélag Íslands yrði beðið um að flytja þessa umframfitu sérstaklega og miðað yrði við meðalþyngd af farmi um borð í hverri ferð, þyrfti um 100 flugferðir á ári á Fokker F50 til fituflutninganna eða tvær fituferðir í viku ! SmileFrown

Og allri þessari fitu þyrfti að lyfta frá jörðu upp í meira en fimm kílómetra hæð í hverri ferð. Eitthvað kostar slíkt í eldsneytiskostnaði auk tímatafar.


mbl.is Þjóðin verður að grennast
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Halldór Egill Guðnason

Er nema von að við flugfarþegar, sem erum bara svona sirka bát normal í vikt, séum farnir að kvarta yfir hlassinu við hliðina á okkur, sem borgar sama fargjald og við, en tekur samt 30-50% meira pláss og þekur þar af leiðandi samsvarandi svæði af OKKAR flugfari, sem er jú að jöfnu greitt? Þetta er bara eitt allsherjar svínarí og það á ekkert að vera að fela þetta lengur. Feitt fólk á að borga meira fyrir flugfar en grannt, eða barasta meðalvaxið fólk. PUNKTUR. Algerlega óþolandi að vera eins og umslag upp við vegg í flugvél, meða fituhlunkurinn í næsta sæti hrýtur og böðlast. Að taka á þessum vanda er ekki flókið mál. BORGA EFTIR VIKT. Ef hægt er að gera þetta með töskur, hlýtur að vera hægt að gera þetta með fólk líka. Góðar stundir.

Halldór Egill Guðnason, 2.11.2011 kl. 03:30

2 identicon

Ekki bara það, fólk sem er með yfir 28 BMI á ekki að fá ókeypis heilbrigðisþjónustu.

Ellilífeyrisþegi (IP-tala skráð) 2.11.2011 kl. 06:08

3 identicon

Ómar, flugfélögin gætu líka sleppt því að taka farþega, myndi spara hellings eldsneyti.

Fyrst voru reykingamenn vondir, nú er það offita.

Hvað á að gera víð fólk sem stenst ekki staðla ykkar? Setja þá í gasklefa.

Jón Dó (IP-tala skráð) 2.11.2011 kl. 06:54

4 identicon

Ómar, það er satt.

Halldór: Ert þú fullkominn?

Ellilífeyriþegi: Gamalt fólk er fyrir

Jón Dó: I think I'm in love wit'ya

 - Já ég er aðeins yfir BMI 28, en ekki mikið hef lækkað um 7 BMI á undarförnum árum. Ég væri alveg til í að ferðast með minni farangur vegna yfirvigtar minnar. En gallinn er að það á við um fæstar fitubollur. Reyndar á ég ekki bíl og fer vikulega í grenndargáminn svo Það er nú allt í lagi þótt ég fái flugfar á sama verði og hinir. 

Edda (IP-tala skráð) 2.11.2011 kl. 09:32

5 identicon

Aðeins til viðbótar. Ef refsa á þeim sem er orðnir of feitir þá finnst mér líka að það eigi að hætt alveg að gera refsiverða eiturlyfjasölu í hófi og neyslu dóps í hófi og refsa bara eiturlyfjaneitendum sem eru komnir í vanda. Hvernig finnst ykkur þessi hugmynd?

Afhverju er bannað að selja dóp og bannað að auglýsa áfengi?

Það er EKKI bannað að troða mjög heilsuspillandi og ávanabindandi sælgætisauglýsingum allstaðar. Og já það er fullt af fólki sem getur fengið sér einn mola og hætt svo en þetta sama fólk kvartar yfir að sitja í kremju í flugvélum svo því ætti ekki að vera sama.  Hræsni!

Allt sælgæti og neysluvara með sykri yfir heilsuspillandi mörkum ættu að vera í eins umbúðum og bara selt í ríkinu. 

Edda (IP-tala skráð) 2.11.2011 kl. 09:41

6 Smámynd: Sævar Helgason

Það sýnist alveg eðlilegt að miða fargjald t.d í flugi við þunga farþega í kg. Síðan væri eðlilegt að breytileg sætabreidd væri í öllum farþegavélum . Hver hefur ekki lent í því að þriðjungur eigin sætis fari undir þann við hliðina-eða verra ef maður lendir í miðjusæti. Strax kominn fjárhagslegur hvati til að halda sig við normalþyngd og spara pening-fá bónus....þyngdarpúnkta.

Sævar Helgason, 2.11.2011 kl. 09:48

7 identicon

Sæll Ómar, þú hefur með þessari skemmtilegu athugasemd lokkað þá til að kommenta hér sem vilja mismuna feitu fólki, láta það borga meira fyrir heilbrigðisjónustu og flug og sjálfsagt er hægt að mismuna ófullkomnu fólki með fleiri aðferðum. Það er í sjálfu sér upplýsandi að heyra þessi sjónarmið og óhjákvæmilega spretta fram ákveðin hugrenningatengsl þegar horft er á myndina hjá ellilífeyrisþeganum.

EG (IP-tala skráð) 2.11.2011 kl. 10:02

8 identicon

Það á líka að refsa fólki sem lifir lengi eftir að 67 ára aldurinn og verður baggi á lífeyrirs og heilbrigðiskerfinu.

Þeir sem veikjast áður en þeir klára starfsævina eru einnig skelfilegir.....

Eiríkur Hansson (IP-tala skráð) 2.11.2011 kl. 10:13

9 identicon

Þetta er allt hið kómískasta. En rétt, og er byrjað á þessu erlendis að einhverju leyti.

Altso, ef einhver er svo svínalinn að hann sé eins og 2 vemjulegir, nú eða þurfi 2 sæti, þá er ekkert óeðlilegt við það að hann borgi meira, bara eins og lítil börn borga minna.

Það er rukkað fyrir farangurinn ef í yfirvigt, það mætti hugsa þetta alveg eins. x pr kg yfir t.d. 100.

Jón Logi (IP-tala skráð) 2.11.2011 kl. 13:39

10 Smámynd: Valdimar Samúelsson

Hvaða fitu áhyggjur eru þetta í heiminum. Menn hafa verið feitir og grannir í þúsundir ára. Fólk verður að ráða hvað það borðar og engin hefir rétt á að segja neinum til í þeim efnum. Klárum reykinga málin og ESB málið áður en við höfum áhyggjur með fituna. Kannski eftir 50 ár þegar heimurinn nýtir kjötafurðir af þeim feitu þá hætta allir eða þora ekki að láta sig fitna svo þeir komist í venjulegra grafir.

Valdimar Samúelsson, 2.11.2011 kl. 13:54

11 Smámynd: Valdimar Samúelsson

Það er kannski alvarlegri hlið á þessu máli en hún er sú að feitara fólkið fær ansi mikil áróður á sig sem jaðrar við einelti að hæstu gráðu.

Valdimar Samúelsson, 2.11.2011 kl. 13:56

12 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Ég beindi meintu "einelti" að mér sjálfum í pistlinum, því að sjálfur er ég átta kíló yfir svonefndri kjörþyngd !

Ómar Ragnarsson, 2.11.2011 kl. 21:53

13 Smámynd: Sævar Helgason

Ef meirihluti þjóðarinnar er orðinn of feitur -hvernig er þá hægt að koma við einelti gagnvart feitum ? Er það þá ekki orðið einhverskonar fjölelti ?

Sævar Helgason, 3.11.2011 kl. 14:25

14 identicon

Hvað með þá sem eru tveir metrar á hæð(og samsvara sér) eða herðabreiðir, ég er ~60cm bein í bein yfir axlirnar? Hvar eiga mörkin að liggja?

Mesta sætabreitt hjá Icelandair er 52 cm(Saga), svo er 48 cm(Economy Comfort) en þau sæti sem launamaður á Íslandi situr almennt í eru 43 cm. Segi fyrir mína parta að það er heldur ekki þægilegt að sitja á ská í marga klukkutíma af því að maður vill ekki þrengja sér upp á sessunautinn. Hvað þá ef maður fær gluggasæti og þarf að vera á ská og með beygðan háls.

Ef ég fæ því ráðið þá er það gangsæti fyrir mig, þá get ég sett ca. 10/15 cm þangað, en á móti þarf ég að vera vakandi þegar flugfreyjurnar eru á ferðinni með vagnana sína!

Eins og flugfélögin mörg koma fram við sína viðskiptavini þá get ég ekki ímyndað mér að auka gjaldtaka fyrir „líkamsgalla“ eigi eftir að skila sér í meiri þægindum, hvorki fyrir þessa gölluðu né hina. Hún mun einungis fóðra kisturnar hjá flugfélögunum!

Spurning hvort feitir eigi að borga auka gjald í vopnaleit? Það er jú stærra svæði sem þarf að skoða? 

Karl J. (IP-tala skráð) 4.11.2011 kl. 03:16

15 Smámynd: Valdimar Samúelsson

Ég er alveg samþykkur því að of þungir borgi hærra gjald en máðil það er notuð standar vikt svo það yrði eins og að láta fólk og fyrirtækibnborga loft mengunarskatt eða sekta ríkið fyrir sandfok.

Valdimar Samúelsson, 4.11.2011 kl. 11:01

16 Smámynd: Valdimar Samúelsson

þetta átti að vera fólk og fyrirtæki borga

Valdimar Samúelsson, 4.11.2011 kl. 11:04

17 Smámynd: Erlingur Alfreð Jónsson

1994 var sett viðmiðunartala fyrir flugfélög að nota fyrir farþega í áætlunarflugi, talan er 84 kg meðalvigt fyrir alla fullorðna einstaklinga og innifalin var 6 kg í handfarangur. Reyndar bera að geta að til eru sérstakar tölur fyrir konur (70 kg) og karla (88 kg). Þá þegar gerði SAS könnunn sem leiddi í ljós að þessi meðalvigt ætti í raun að vera 2 kg hærri.

Árið 2008 var gerð önnur könnun fyrir tilstuðlan skriffinanna hjá EASA, sem öllu vilja jú ráða í nafni flugöryggis. Niðurstöðurnar leiddu í ljós að hækka ætti vigtartölur um 4-6 kg, s.s. miða ætti við meðalvigt fullorðins einstaklings 88 kg, 75 kg fyrir konur og 94 kg fyrir karla. Þá var einnig ráðlagt að miða við kynjahlutfall karla og kvenna 70/30 í hverju flugi véla með 30 sæti eða fleiri, í stað 80/20 nú. En hafa engar breytingar þó verið gerðar.

Þá var bent á í niðurlagi rannsóknarinnar að eftir 10 ár hefðu þessar tölur hækkað enn frekar þannig að frekari endurskoðunar væri þörf.

Bandaríkjamenn gerðu breytingu á sínum viðmiðunartölum árið 2004 í kjölfar flugslyss í Norður-Karólínu 8. janúar 2003. Þeir nota einnig mismunandi tölur fyrir vetur og sumar, en Evrópumenn nota misunandi tölur fyrir leiguflug og áætlunarflug.

Icelandair gerir ráð fyrir að flytja 2 milljónir farþega árið 2012. Ef hver þeirra er 4kg umfram þá meðalvigt sem nú er notuð er það 8.000 kg, eða rúmlega 60 ferðir á ári með nýjustu B747-8 fraktvél fullfermda. Þá eru ótalin önnur flugfélög.

Erlingur Alfreð Jónsson, 6.11.2011 kl. 00:06

18 Smámynd: Erlingur Alfreð Jónsson

Þetta áttu að sjálfsögðu að vera 8.000 tonn en ekki 8.000 kg.

Erlingur Alfreð Jónsson, 8.11.2011 kl. 23:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband