Góð vinna hjá 14 náttúruverndarsamtökum.

Búast má við því að til iðnaðarráðuneytisins muni streyma umsagnir virkjanaaðila þess efnis að færa þá virkjanakosti sem nú eru settir í biðflokk eða verndarflokk yfir í orkunýtingarflokk. Raunar er orðið verndarflokkur rangnefni, því að nýting getur falist í því að vernda og er Gullfoss besta dæmið um það.

Virkjanafíklarnir hafa aðstöðu og fjármagn og tóninn hefur þegar verið gefinn í umsögn sérfræðinga Orkuveitu Reykjavíkur þar sem þess er krafist fyrir hönd fyrirtækis í eigu allra Reykvíkinga að Bitra fari úr verndarflokki.

Á móti þessu þurfa fjárvana náttúruverndarsamtök að standa og því augljóst að þau þurfa að hafa samvinnu um sínar aðgerðir. Sú samvinna er í gangi og unnið hörðum höndum við alveg sérstaklega yfirgripsmikið og flókið verk.

Er það fagnaðarefni, því að enn er gríðarlegur aðstöðumunur aðila. Það er ekki tilviljun að Árósasamningurinn er fyrst nú að taka gildi á Íslandi meira en áratug síðar en í flestum öðrum löndum og að í íslensku útgáfunni er séríslenskt ákvæði sem takmarkar rétt almennings til að láta virkjanamál og önnur umhverfismál til sín taka.

Íslandshreyfingin ályktað á landsfundi sínum nýlega i um nauðsyn samvinnu náttúruverndarsamtaka og því er ánægjulegt að geta tekið þátt í því starfi þessa dagana.


mbl.is Umsagnarfrestur rennur út í næstu viku
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Náttúruverndarsamtök Austurlands, (NAUST) gerði ályktanir varðandi Eyjabakka og Kárahnjúka um og upp úr aldamótunum. Samtökunum var stjórnað af Hjörleifi Guttormssyni, stofnanda þeirra, þó ekki væri hann formaður á þeim tíma.

15-20 manns var virkur í samtökunum, samansafn af hirð Hjörleifs og þeir sem ekki voru á sama máli og þessi lokaði hópur, voru flæmdir í burt og fengu engin áhrif að hafa um ályktanir hirðarinnar.

"Öll helstu náttúruverndarsamtök Íslands" eins og segir í þessari frétt HÉR hljómar eins og um öflugan og fjölmennan hóp Íslendinga sé að ræða. En er það svo?

Hér eru "Öll helstu náttúruverndarsamtök Íslands":

  • Eldvötn - samtök um náttúruvernd í Skaftárhreppi
  • Félag um verndun hálendis Austurlands
  • Framtíðarlandið
  • Fuglavernd
  • Jöklahópurinn Skagafirði
  • Landvernd
  • Náttúruvaktin
  • Náttúruverndarsamtök Íslands
  • Náttúruverndarsamtök Suðurlands
  • Náttúruverndarsamtök Suðvesturlands
  • Náttúruverndarsamtök Vestfjarða
  • NAUST
  • Sól á Suðurlandi
  • SUNN
  • Þessi 14 samtök er ekki árennilegur þrýstihópur, eða hvað?

Gunnar Th. Gunnarsson, 3.11.2011 kl. 20:53

2 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Athyglisvert að þarna eru tvenn samtök frá Austurlandi, NAUST og Félag um verndun hálendis Austurlands. Íbúafjöldi Austurlands er liðlega 12 þúsund manns. Yfir 90% íbúa á Mið- Austurlandi var ósammála ályktun NAUST um virkjanaframkvæmdir Eystra.

Hvers vegna tvenn samtök á fámennu Austurlandi um sama markmið?

Gunnar Th. Gunnarsson, 3.11.2011 kl. 21:01

3 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Þér til fróðleiks má geta þess að hátt í 3000 manns gengu í Framtíðarlandið þegar það var stofnað. Það er aðeins eitt af fjórtán félögum.

Ómar Ragnarsson, 4.11.2011 kl. 00:58

4 identicon

Það eru og margir hófsamir utan félaga.

Jón Logi (IP-tala skráð) 4.11.2011 kl. 10:37

5 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Það eru líka margir og sennilega langflestir  hinna skráðu félaga, "hófsamir" í þessum náttúruverndarsamtökum. En skráður félagi er ekki sama og virkur félagi. Óvirkur félagi semur ekki né setur nafn sitt undir ályktanir. 

Náttúruverndarsamtök er göfugur félagsskapur með háleit markmið. Eðli málsins samkvæmt, eru þeir sem mestan áhuga hafa á náttúrvernd, í stjórnum og ráðum í félögunum. Þeir sækjast eftir því, ekki hinir. Eldmóðarnir marka stefnuna og semja ályktanirnar.

Þessi tiltölulega fámenni hópur "eldmóða",  telur sig tala fyrir hönd meirihluta þjóðarinnar eins og ekkert sé sjálfsagðara.

Gunnar Th. Gunnarsson, 4.11.2011 kl. 11:03

6 identicon

ok ok, þá eru sem sagt nokkuð margir hófsamir náttúruverndarsinnar virkir þótt utan félaga séu 

Jón Logi (IP-tala skráð) 5.11.2011 kl. 13:54

7 Smámynd: Sveinn Atli Gunnarsson

Merkilegar fullyrðingar hjá Gunnari - það mætti skilja það svoleiðis að flestir félaga í náttúruverndarsamtökum séu strengjabrúður einhverra sem ákveða allt án mikils samráðs (tek fram að ég er ekki í neinum samtökum)... En þetta eru náttúrulega allt "hirðir" ákveðina einstaklinga sem ákveða allt fyrir hönd hinna - að mati Gunnars...

Annars væri fróðlegt að fá heimild fyrir því að yfir 90% íbúa Mið-Austurlands (af hverju bara þar?) séu á móti ákveðinni ályktun um ákveðnar virkjanaframkvæmdir Eystra og þá kannski líka skýringu á því hvað er svo slæmt við það..? Má ekki hafa aðrar skoðanir, jafnvel þó það sé þvert á skoðanir íbúa ákveðins svæðis (ef það er tilfellið) - eða hvernig liggur í þessu..? Er eitthvað slæmt við fjölbreytileika skoðana? Nú er búið að byggja álverið og virkjanirnar og svo sem ekki meira við því að segja...en samt sem áður er lætur Gunnar eins og það hafi verið slæmt að það voru skiptar skoðanir um hlutina og það hafi komið önnur sjónarmið en hans eigin (yfir 90% íbúa ákveðins svæðis?) í aðdragandanum...en kannski eiga bara allir að hugsa eins og hann og heppa á stóriðju,  m.a. af því að hann telur að yfir 90% íbúa ákveðins svæðis hljóti að vera sammála honum..?

Sveinn Atli Gunnarsson, 5.11.2011 kl. 18:02

8 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Gunnar Th. Gunnarsson, 5.11.2011 kl. 18:32

9 Smámynd: Sveinn Atli Gunnarsson

Já Gunnar - þetta er ágætt svar fyrir þá sem ekki geta svarað fyrir sig ;)

Sveinn Atli Gunnarsson, 5.11.2011 kl. 22:43

10 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Gunnar Th. Gunnarsson, 5.11.2011 kl. 22:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband