Villta vestrið í dómsmálum Texas.

Tákn villta vestursins og landvinninga Evrópubúa þar var byssan, bæði hvað snerti það að veiða dýr og berjast við frumbyggja landsins. Það er alveg maklaust hvað sú drápshugsun, sem sveif yfir vötnunum þegar vísundunum var útrýmt og Indíánar skotnir er lífseig víða í Bandaríkjunum.

Ekki er að sjá að þessi hugsun varðandi líflátsdóma eða harðar refsingar hafi haft áhrif á það að fækka glæpum.  Hvergi í hinum vestræna heimi eru fleiri glæpir eða fleiri í fangelsi.

Afgerandi og mjög sláandi munur er á ástandinu í þessum efni í Bandaríkjunum og í nágrannaríkinu Kanada, sem var numið af hvítum mönnum á sama tíma og Bandaríkin og því "frontier"-land eins og þeir kalla það þarna fyrir vestan.

En helsta afsökunin fyrir hinni almennu byssueign og byssugleði í Bandaríkjunum er að landið sé "frontier"- eða landnámsland.

Eitt af áhugamálum George W. Bush var að gera það löglegt að hver sem er mætti vera með falið skotvopn á sér.

Og sérkennilegt er að sjá að því sé hafnað að dauðadæmdur maður fái DNA-próf sem hann og verjandi hans telja að muni sakleysi hans.

 


mbl.is Dauðadæmdur fær ekki DNA-próf
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband