4.11.2011 | 10:00
Þrír flöskuhálsar á 6,4 kílómetrum.
Ég ætlaði að vera búinn að sýna nokkrar myndir hér á bloggsíðunni af þremur flöskuhálsum, sem eru á þeim 6,4 kílómetrum sem eru nýir vestan við Litlu kaffistofuna og teljast vera "tvöfaldur Suðurlandsvegur."
Þessir flöskuhálsar felast í þrengingum vegarins þannig að hann mjókkar niður í eina akrein í hvora átt og fæ ég ekki betur séð en að vegurinn verði í raun mjórri en hann var á þessum þremur köflum.
Þar að auki þrengist vegurinn nokkuð bratt miðað við umferðarhraða og merkingarnar eru flóknar.
Ég veit að þetta eru bráðabirgðaráðstafanir en engu að síður óar mér við því sem þarna getur gerst í slæmum dimmviðrum í vetur.
Rugla ökumenn í ríminu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Vá, spennandi hugsaði hann ég, og fór að lesa. Komst þá að því að flöskuháls og flöskustútur er ekki það sama.
Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 4.11.2011 kl. 12:13
Þessar tvöfaldanir á Suðurlands og Keflavíkurvegi eru lýsandi fyrir (ó)skipulag, (ó)upplýsta umræðu og (ó)stjórn á Íslandi.
Vegagerðin, FÍB og umferðarsérfræðingar hafa margoft bent á að núvernandi umferð og spár um mestu mögulegu umferðaraukningu gefa ekki til kynna að umferðarþungi réttlæti 2+2 þjóvegi utan þéttbýlis.
Þrát fyrir þetta ákveða stjórnmálamenn að leggja 2+2 vegi því sem næst tilviljunarkennt og án þess að fyrir liggi hvort eða hvernig þeir eigi að ná alla leið! T.a.m. er Reykjanesbrautin frá Hafnarfirði að núvernandi 2+2 vegi ennþá á forminu 1+1 og víðasthvar heil lína vegna þess hve veglínan er vond. Þetta hefur alltaf verið -versti hluti leiðarinnar og leiðin í heild er aldrei betri en versti hlutinn.
2+1 veg með miðju vegriði hefði mátt leggja alla leið fyrir mun lægri upphæð. Öryggi vegfarenda er það sama en framúrakstur er eingöngu mögulegur helming leiðarinnar.
Sama gildir um Suðurlandsveg, ráðist er í að tvöfalda greiðfærasta kaflann, flöskuhálsinn Geitháls-Rauðavatn er ekki snertur og ekki er heldur tekið á hættulegasta hlutanum sem er Hveragerði-Selfoss!
Þetta er eins og aðkoma stjórnmálamanna að orkumálunum, -mestu skiptir að slá pólitískar keilur og slá sig til riddara.
Raunveruleikinn og raunveruleg þekking er ekki á færi allra stjórnmálamanna og almenningur virðist láta sér gott líka.
Landspítalaumræðan er af sama toga, -ekki er til fé til að sinna sjúklingum en samt eru uppi áform um stórbyggingar!
Landhelgisgæslan keypti nýja flugvél í verkefni sem kallað hafa á innan við 20 klst notkun á viku. Almenna reglan er að nota gamlar vélar í slíkt dúttl og nújar vélar eru keyptar í verkefni sem nema 20 klst notkun á sólarhring!
Og svo var keypt varðskip þó yfirleitt hafi LG ekki átt fyrir olíu á gömlu dallana!
Það er í fullri alvöru verið að ræða Vaðlaheiðargöng og fullyrt að þau séu arðbær! -Hvað má þá segja um Svínavatnsleið sem er álíka stytting en kostar 10% af Vaðlaheiðargöngum! -Hefði frekar vilja sjá lagfæringu á gatnamótunum Fljótsheiði - Reykjadalur. 100° hægri beygja neðst í að aflokinni tæplega 200 metra lækkun er hrein dauðagildra á þjóðvegi 1 (jafnvel þó vegagerðin hafi bætt í vegöxl til að gera útafakstur hættuminni)
Vaðlaheiðargöng eru hinsvegar dýr og þau nýtast sem minnismerki sem stjórnmálamenn ætla að hreykjast yfir í ellinni.
Sigurður Sunnanvindur (IP-tala skráð) 4.11.2011 kl. 12:52
Það að gera 2+2 veg frá Reykjavík að Selfossi er gáfulegt sama hversu oft og er hægt að reikna að 2+1 vegur dugi. Eftir 20 ár þá verður 2+2 vegur með sérstaklega mjóum íslenskum akreinum og 50cm vegöxl orðin of lítill á háanna tímum. Það þarf nefnilega að hugsa þetta lengra fram í tíman en 2 kjörtímabil og nokkur fjárlög.
Stebbi (IP-tala skráð) 4.11.2011 kl. 16:18
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.