6.11.2011 | 13:04
Ölfusárbrúin og félagsheimiliđ.
Ţađ var mikiđ lán yfir fólkinu sem steyptis í á í Kína ţegar hún brast. Einnig athyglisvert ţegar vöruflutningabílstjóri reyndi ađ leggja ţrefalt meira á brúna en taliđ var ráđlegt.
Ţetta tvennt leiđir hugann ađ tveimur atvikum á íslenskum brúm.
Ţegar fyrst var gerđ brú yfir Ölfusá fyrir aldamótin 1900 var hún gerđ fyrir umferđ hesta en ekki bíla.
Engu ađ síđur var brúin notuđ lengst af fyrir bíla sem fóru sístćkkandi ţangađ til kom ađ ţví óhjákvćmilega, ađ hún brysti.
Ţegar annar strengurinn brast áriđ 1944 steyptist mjólkurflutningabíll í ána. Ţetta var hátt fall og áin ískald jökulfljót.
Heljarmenniđ Jón Guđmundsson bílstjóri komst út út bílnum, náđi taki á bílhjóli, sem losnađi, og tókst ađ krafla sig upp á árbakkann. Ţetta var mikiđ afrek og í minnum haft.
Hitt atriđiđ í kínversku fréttinni, hvernig haldiđ var áfram ađ leggja á gamla og ţreytta brú miklu meiri ţyngd en hún ţoldi, minnir mig á atvik, sem ég tók myndir af fyrir nćr tveimur árum.
Ţar sást á gamalli brú yfir á á Suđurlandi ađ bílstjóri einn óđ út á brúna án ţess ađ taka hiđ minnsta tillit til áberandi merkinga um breidd brúarinnar.
Á járnvirkinu, sem hélt brúnni uppi mátti sjá hvernig bíllinn hafđi fest í brúnni, vegna ţess ađ hann var svo ţungur ađ járnvirkiđ sveigđist inn á viđ og klemmdi hann fastan. Augljóst var á ummerkjum eftir á ađ bíllinn hafđi veriđ allt of ţungur.
Ţví miđur var ég ekki viđstaddur ţegar ţetta gerđist og átta mig ekki á ţví hvernig bílstjóranum tókst ađ nauđga bílnum stórskemmdum yfir brúna og skemma hana mikiđ í leiđinni.
Ástćđan fyrir ţví ađ bílstjórinn hagađi sér svona sé dálítiđ einkennandi fyrir algengan hugsunarhátt hér á landi "ađ láta á ţađ reyna."
Sighvatur Björginsson sagđi eitt sinn skemmtilega sögu af ţessu. Í félagsheimili úti á landi var upp skilti međ ţessari áletrun: "Gestir fari úr skónum áđur en gengiđ er inn". Skömmu síđar kom ţar kona úr sveitinni og óđ inn á skítugum stígvélum.
Henni var bent á skiltiđ sem legđi blátt bann viđ athćfi hennar.
"Ţetta á bara viđ "gesti" sagđi konan, "en ég er heimamađur."
"Auđvitađ á ţetta viđ alla" var svar félagsheimilisstjórans.
"Ja, ég vildi bara láta á ţađ reyna" svarađi konan ţá.
Sluppu ómeidd eftir ađ brú hrundi | |
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt |
Bćta viđ athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.