Gamalt áhugasvæði.

Það eitt að því sé varpað upp að Rússar geti aðstoðað ESB og Grikkland sýnir að heimurinn og fjármálakerfi hans eru ein heild. En Grikkland er líka áhugavert fyrir Rússa vegna gamallar hefðar þess að ástandið á Balkanskaga komi þeim við.

Þetta var ein af kveikjunum að Fyrri heimsstyrjöldinni, þar sem Rússar töldu sig skuldbundna til að hjálpa Serbum. Ófriðnum var síðar í raun haldið áfram í Seinni heimstyrjöldinni og í Kalda stríðinu eftir það. 

Eftir lok síðari heimssstyrjaldarinnar voru grískir kommúnistar mjög atkvæðamiklir og sú ógn vofði yfir að Grikkland færu sömu leið og önnur Balkanríki og lentu undir kommúniskri stjórn. 

Það eina sem kom í veg fyrir þetta var það að búið var að semja um það að Grikkland yrði á áhrifasvæði Breta og þess vegna gátu þeir veitt lýðræðisöflunum í Grikklandi aðstoð á sama tíma sem Rússar þorðu ekki að skipta sér af málum þar á sama hátt og í öðrum ríkjum Austur-Evrópu, sem höfðu lent á áhrifasvæði þeirra í samningum bandamanna um skiptingu álfunnar. 

Einhver hefði látið segja sér það tvisvar fyrst eftir fall Sovétríkjanna að mænt yrði til Rússa og Kínverja um fjárhagslega aðstoð, en við lifum einfaldlega á umbrotatímum fjörbrota hins olíuknúna og uppskrúfaða fjármálakerfis sem berst nú fyrir tilveru sinni upp á líf og dauða. 


mbl.is Rússar vilja leggja til fé
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband