Óróinn stöðugt uppi.

Það hefur vakið athygli mína að undanfarna daga hefur óróinn á Álftagrófarmælinum verið stöðugri en oft áður og ekkert fallið niður úr efstu mörkum, eins og hann hefur verið gert líkt og í ölduhreyfingu síðan í sumar.

Ég er ekki sérfræðingur og veit ekki hvort þetta merkir nokkurn skapaðan hlut. 

Get kannski huggað mig við það að sérfræðingar vita hugsanlega ekki mikið meira af því að þeir hafa engan samanburð við svipaðar mælingar á undan síðasta stóra Kötlugosinu. 

Bráðum er öld frá því og er það heldur lengra en meðaltalið í gegnum aldirnar. 

Jarðfræðin snýst um óralöng tímabil og þegar og ef hún gýs myndarlega í náiinni framtíð mun jarðfræðingarnir ekki verða á lífi þegar hægt er að læra af því næsta gosi, ef það verður ekki fyrr en eftir tæpa öld. 


mbl.is Jarðskjálftar í Mýrdalsjökli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Samála Ómar jarðfræðingar vita ekki mikið meira en við!

Sigurður Haraldsson, 8.11.2011 kl. 09:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband