Mætti skoða atvik eins og gerðust 2005.

Ég hef áður í bloggpistlum mínum bent á sérkennileg atvik síðsumars 2005 þar sem takmarkaðar rannsóknir mínar á því máli bentu til símahlerana utan hins hefbundna lagaramma og það hjá hinum ólíklegustu aðilum, þannig að enginn væri óhultur fyrir slíku í þjóðfélagi okkar. 

Áhugi á slíkum málum virðist enginn hjá Íslendingum ef marka má viðbrögð við þessum bloggpistlum, enda hægt að túlka það sem sjúklega tortryggni og móðursýki að varpa ljósi á þetta. 

Ef stofnað yrði embættið Talsmaður hleraðra þyrfti hann hins vegar ekki að láta slíkt á sig fá ef erindisbréf hans hljóðaði upp á að hann kannaði allar hleranir eða atvik sem bentu til hlerana.

Þess vegna kann stofnun slíks embættis að vera þörf ef við á annað borð viljum standa við það að búa í samfélagi frelsis og jafnréttis. 


mbl.is Til álita að skipa talsmann þeirra sem sætt hafa hlerunum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Ómar. Ætli séu ekki greiðar leiðir að flestu sem telst til einkamála fólks í landinu, ef óvandaðir kæra sig um.

Löghlýðni embættis-einvina-geirans hefur ekki verið uppá marga fiska síðustu hálfu öldina, í það minnsta.

Jóhannes Björn velti því eitt sinn fyrir sér, hvort ekki væri fylgst vel með öllum smáatriðum á Íslandi, í einu litlu horni í höfuðstöðvum Bandaríkjanna. Ég veit nú ekki hvort hann meinti þetta, en ekki yrði ég hissa, ef svo væri.

Bankaleynd virðist vera það eina sem einhver leynd er yfir, þar sem síst skyldi.

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 8.11.2011 kl. 15:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband